Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 23
Súperamma í sumarfríi
21
Brynja Baldursdóttir
Súperamma í sumarfríi
Björk Bjarkadóttir er að góðu kunn sem barnabókahöfundur sem bæði semur sögurnar og myndskreytir. Amma fer í sumarfrí er sjötta
bók Bjarkar og þriðja sagan um súperömmu og barnabarnið hennar, hann Óla. Áður hafa komið bækurnar Leyndarmálið hennar ömmu
árið 2003 og Amma og þjófurinn í safninu árið 2004.
Bókina prýðir litskrúðug kápa sem sýnir
ömmu og strákhnokka svífa á skýi á leið til
sumars og sólar. Þau þurfa ekki hefðbundna
flugvél þar sem amma er súperamma sem
getur flogið. Bakgrunnur kápunnar er mildur
Ijósblár litur og sólin skin. Björk leikur sér
með liti og letur í titli, stafirnir eru misstórir
og hoppa til og frá. Á bakhlið kápunnar
má sjá fólk að leik í sjónum við sólarströnd.
Þegar bókin er opnuð blasa við saurblöð
sem gefa litlu barni möguleika á heilmiklum
umræðum um hvað þarna sé að finna og
til hvers megi nota hluti á borð við fötur og
skóflur, krossfiska og ís í kramarhúsi. Þegar
horft er á titilsíðu blasir við önnur hlið á
ömmunni, þar er hún reiðubúin að takast
á við ill öfl é borð við steliþjófa enda byrjar
sagan á því að amma er steinuppgefin eftir
mikinn eltingarleik við glæpagengi.
Myndir sem segja sögu
Eins venja er í ríkulega myndskreyttri
barnabók er textinn í minnihluta og myndir
þekja stóran hluta hverrar opnu. Ekki má
vanmeta söguna sjálfa en myndirnar segja
svo miklu meira, þær eru svo mikilvægur
hluti að barnið í kjöltunni nýtur sögunnar
betur og bætir mörgum atriðum við hana.
Sagan um ömmu í sumarfríi gengur út á
enn eitt afreksverk þessarar kröftugu konu.
Hún notar alla sína hæfileika til að leysa
vandamál tengd vasaþjófum á sólarströnd.
Þar býr hún að þeirri kunnáttu að geta flogið
um loftin blá án annarra hjálpartækja en
fluggleraugna.
Höfundur notar bogadregnar línur
í umhverfisteikningum jafnt sem á
mannslíkamann. Hvassir olnbogar sjást varla
og fætur ömmu og Óla eru í fallegum sveig
þegar þau eru á lofti. Annars eru fótleggir
manna yfirleitt frekar mjóslegnir og virðast
skrölta inni í hólkvíðum buxum. Skýin sem
svífa um loftin blá eru skemmtilega köntuð
og ólík venjulegum skýjum. Skýin hennar
Bjarkar hafa líka þann eiginleika að vera
þétt í sér og geta borið fólk uppi. Oft er
sjónarhornið beint framan á viðfangsefnið
en víða eru myndir þar sem lesandi horfir
niður á viðfangsefnið. Sem dæmi má nefna
mynd á sjöttu opnu en þar horfir lesandi
niður á bakarann í bakaríinu, viðskiptavinina
og bakkelsið sem er í boði. Á næstu opnu
er horft niður á ströndina þar sem sumir
sólarþyrstir strandgestir reyna að ná í sem
mest af fallegum lit á meðan aðrir ergja sig
yfir vasaþjófum sem láta greipar sópa um
eigur þeirra. Einnig er skemmtileg mynd af
ömmu og Óla á áttundu opnu, þarfljúga þau
eins og fuglar og horfa niður á milli hárra
húsa og fólkið á jörðu niðri er eins og litlar
pöddur.
Fjölbreytt litadýrð
Björk sparar ekki litadýrðina og raðar saman
hinum ólíklegustu og fjölbreytilegustu
litum. Glæpagengið á fyrstu opnu er í mjög
litskrúðugum peysum og buxum, öfugt við
aðra glæpaflokka sem klæðast jafn dökkum
litum og hægt er. Einn er ( fjólublárri peysu
og bláum buxum, annar í rauðri peysu og
dökkbláum buxum. Þarna gefst möguleiki
á að ræða við barnið um litina og kenna því
pínulítið í leiðinni.
Björk leikur sér ekki bara með liti og línur,
hún fer höndum um letrið og stækkar sum
orð svo þau verða afar áberandi á síðunum.
Með því að stækka einstaka orð næst fram
spenna í sögunni og lesandi eða hlustandi