Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 25

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 25
GerðurKristnýlétþau orð falla íblaðaviðtali fyrir jól að hún óttaðist að barnabókaskrif væru að verða kvennastarf - að hróðurinn sem fylgi starfinu færi óðum minnkandi, og afurðirnar mættu afgangi í fjölmiðlum. Svo virðist sem að hún hafi nokkuð til síns máls. í Bókatíðindum síðasta árs voru útgefnar barnabækur að megninu til eftir konur og virðist sem karlmönnum á sviðinu sé smám saman að fækka. Skoðun á gömlum Bókatíðindum leiðir ekki eingöngu íIjós breytingar á kynjahlutföllum barnabókahöfunda, heldur má glöggt sjá að íslenskum barnabókum hefur fækkað og hlutfall þýðinga hefur stóraukist. í myrkvuðum bakherbergjum hefur þvi verið hvíslað að einhvern veginn hafi það orðið svo að barna- og unglingabækur, hafi farið að þykja ómerkilegri en aðrar bókmenntir. „Aivörurithöfundar" fáist því frekar við smíði „alvörubóka" sem skýrir minna framboð nýrra íslenskra bóka fyrir fólk á barmi lestrarævinnar. „Hundur og stórmerki" 23 Arndís Þórarinsdóttir „Hundur og stórmerki" Um Land hinna týndu sokka eftir Gerði Kristnýju. Gerður Kristný hefur á liðnum árum þeyst fram og aftur um ritvöllinn. Hún hefur fengist við Ijóðagerð, leikritun, fjölmiðlun og ævisagnaritun, auk smá- og skáldsagnagerðar. Hún er þjálfaður stílisti, orðfim og fjallar hiklaust um fjölbreytilegustu málefni. Og til allrar hamingju er Gerður Kristný alls ekkert hrædd við að skrifa fyrir börn. Hvorki drekar né töfrasprotar Nýjasta barnabók Gerðar heitir Land hinna týndu sokka. Bókin segir frá Þorgeiri, sem þráir ekkert heitar en að eignast hund. Móðir hans, sem einnig er mikill hundavinur, er treg til samþykkis, því sjálf glataði hún hundi í æsku og hefur vart borið sitt barr sfðan. Þorgeir er vitundarmiðja frásagnarinnar og ansi glöggur áhorfandi að eigin lífi. Eftir fantasíuflaum undanfarinna ára var það mér fagnaðarefni að lesa bók sem fjallar um jafn hversdagslegt vandamál og það að vilja eignast hund. Mínum innri lesenda var farið að finnast að hann væri hálfómerkilegur pappír fyrst hann var ekki útvalin hetja, hverrar herðum örlög heimsins hvíldu á. Það eru engir drekar í Landi hinna týndu sokka. Það bólar ekki á svo miklu sem töfrasprota. Aftur á móti eru þar syngjandi skíðasokkar og við innri lesandi minn vorum hæstánægð með hversdagslegan galdurinn sem þeir færðu á blaðsíðuna. Hundsleysi getur nefnilega verið nógu þungbært þó að heimsendir standi ekki fyrir dyrum. Raunveruleiki nútímabarna Gerður Kristný skrifar um nútímabörn og reynir að endurspegla þann raunveruleika sem þau búa við, frekar en þann raunveruleika sem hefur sést ( barnabókum síðustu áratuga. Söguhetjur hennar alast til dæmis fæstar upp hjá báðum foreldrum sínum í einu: Aldrei er minnst á pabba í Landi hinna týndu sokka, Marta Smarta var skilnaðarbarn, og í smásögum Gerðar fyrir börn má finna fleiri fjölskyldur sem ekki falla í hið hefðbundna piparkökumót. Samt er frásögnin ekki yfirþyrmandi nútímaleg - ekki er sérstaklega streðað við að koma að X-box leikjatölvum eða myndavélafarsímum, sögurnar segja fyrst og fremst frá fólki. Og þar komum við að öðru atriði sem er þakkarvert í bókum Gerðar. Börnin eru hluti stærra samhengis. Við fáum innsýn f fullorðnar persónur frá sjónarhóli barnanna, en oft vill það bera við í barnabókum að börn búi í einöngruðum heimi þar sem einungis jafnaldrar þeirra þrífast og hinir fullorðnu vofa á sögujaðrinum, vart meira en staðalímyndir. En Þorgeir þekkir lund bæði móður sinnar og ömmu, skilur kosti þeirra og galla og tekur því með jafnaðargeði að

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.