Börn og menning - 01.04.2007, Side 26
24
Börn og menning
þær hegði sér ekki alltaf alveg rökrétt. Hann
lætur sig jafnvel dreyma um að kynnast
móður sinni eins og hún var í æsku. „[Hann
er] viss um að þau hefðu getað orðið góðir
vinir væru þau jafngömul." (bls. 15) Þessi
dýpri persónusköpun hinna fullorðnu gerir
það að verkum að heimur sögunnar verður
mun áþreifanlegri en gerðist nokkru sinni í
Dularfullubókunum, og það þó að Þorgeir
sjái ekki svo mikið sem glitta í smyglara!
Enda fer það svo að fleiri en Þorgeir hafa lært
eitthvað nýtt um sjálfa sig í sögulok.
Vel gerðar myndir
Bókin er ekki myndabók sem slík, en hún er
myndskreyttaf Þóreyju Mjallhvíti Heiðardóttur
Ómarsdóttur. Yfirlýstur markaldurshópur
bókarinnar er 6-9 ára og það getur veitt
ungum lesanda mikilvægt hugrekki til
þess að leggjast í langa bók að vita af
skemmtilegum myndum framundan. Enginn
ætti að verða fyrir vonbrigðum með þær,
grátóna myndirnar eru jafnnútímalegar og
textinn, jafnvel teiknimyndalegar - fyndnar
og skemmtilegar.
Spriklandi fjörugur texti
Þeir sem fjalla um barnabækur detta stundum
ofan í þann fúla pytt að reyna að meta
hversu góð eða slæm áhrif þær hafi á æsku
landsins. Ég stend mig að því að stökkva
fullviljug ofan í hann. Á dögum Internets og
tölvupósts, bloggsíðna og spjallforrita hefur
hið ritaða orð glatað nokkru af sínum fyrri
þunga. Orðin flæða óritskoðuð frá milljónum
lyklaborða - allir skrifa allan daginn, er hægt
að ætlast til þess að menn sjái einhverja
list í orðkyngi? En texti Gerðar Kristnýjar er
svo spriklandi af fjöri að lesendum á öllum
aldri verður umsvifalaust Ijóst hvað meitlaður
texti getur verið skemmtilegur, hversu
eftirsóknarvert það er að kunna að fara með
stílvopn. Orðaleikir, sniðugar myndlíkingar
og litríkar lýsingar varpa kærkomnu Ijósi á
þá staðreynd að í bókum eru ekki bara sögur
- þar eru líka orð. Og Gerður kann að gleðja
með orðum.
Fyrirsögn umfjöllunarinnar er fengin úr
kaflaheiti 10. kafla Lands hinna týndu sokka,
bls. 71.
Höfundur er bókmenntafræðingur