Börn og menning - 01.04.2007, Side 29
Mamma les
27
um þá feðga og lífið. Það verður að segjast
eins og er að bækur sem svo afburða vel
eru þýddar og mikið er lagt í sem þessar,
eru hreint ekki á hverju strái. Ég vil halda því
fram að sumar bækurnar um Einar Áskel séu
heimspekirit á heimsmælikvarða.
Láki og Svíarnir
Láki jarðálfur höfðar líka mikið til okkar og
er náttúrulega klassískt verk. Hann vekur
mann alltaf til mikillar umhugsunar um
boðskap bóka og maður er eftir hvern lestur
skilinn eftir í mikilli óvissu og umróti um
tilfinningar sinar og skoðanir um gott og illt.
Lína Langsokkur er heimilishetja hjá okkur
eins og öðrum. Lotta í Ólátagarði hefur
líka gefið mikinn kjark og þor. Etsku Míó
minn er bók sem hefur haft afgerandi og
tímamótamarkandi áhrif á báðar stúlkurnar,
hvora á sinn hátt sem og undirritaða. Þar
er um að ræða sérlega tilfinningaþrungna
bók sem lætur varla nokkurn ósnortinn.
Ekki má gleyma heldur að minnast á Bróður
minn Ijónshjarta. Astrid Lindgren hefur gefið
okkur miklar gjafir. Ég má til með, úr því við
höfum haldið á sænskar slóðir að minnast á
bók sem hafði mikil áhríf á mig sjálfa þegar
ég var lítil stúlka og ég prófaði að lesa hana
fyrir þá sjö ára um daginn, en það er bókin
Uppreisnin á barnaheimilinu. Hún fjallar,
eins og nafnið gefur til kynna, um börn sem
gera uppreisn á barnaheimilinu sínu og hella
súrmjólk i hárið á fóstrunum sínum og binda
þær og setja þær í bað og hringja sjálf út í
bæ til að panta 400 rjómabollur og allskonar
svona skemmtilegt. Þetta er alveg brjáluð
bók að lesa fyrir börn og dóttir mín hélt niðri
í sér andanum allan tímann.
Bækur og leikrit sem dýpka
alheiminn
Svo á Dimmalimm líka fastan stað í hjarta
okkarallra, enda guðdómleg bók. Bækurnar
um Albin eftir Ulf Lövgren eru líka frábærar.
Aldrei að vita hvað gerist á næstu blaðsíðu
og æðislegar teikningar. Ulf er góður og
Lúlli, sem Lövgren bjó Ifka til, er mjög vinsæll
hjá þeim yngri. Ég verð að minnast líka á
bækur eftir mann að nafni Janosch sem
ég held að sé tékkneskur og hefur skrifað
stórkostlegar bækur. Ein heitir Týgrisdýrið
lærir að telja. Önnur heitir Ferðin til Panama
og fjalla þær um björn og tígrisdýr sem
treysta vináttuböndin og komast að ansi
merkilegum hlutum. Benedikt búálfur eftir
Ólaf Gunnar Guðlaugsson hefur átt tímabil
sem var mjög sterkt og tengdist líka leikritinu
sem sett var upp og fékkst á mynddiski sem
hér var vinsæll. Og úr því við erum farin að
tala um leikrit þá er ómögulegt að skrifa
undir þennan pistil nema að tjá þakklæti sitt
fyrir Dýrin i Hálsaskógi, Kardimommubæinn
og Karíus og Baktus. Það eru leikrit sem
að ég held hvert einasta barn verði bara
að „ganga í gegnum" og þau hafa við
hverja hlustun dýpkað og öðlast nýjar vfddir í
alheimssamhengi. Svo vil ég enda þetta með
því að minnast á eitt fegursta rit bókmennta
yfirleitt en það er bók flugmannsins Expéry
um litla prinsinn. Myndi ég taka með mér
bók á eyðieyju ...
Höfundur er tónlistarkona og bókavörður