Börn og menning - 01.04.2007, Side 31

Börn og menning - 01.04.2007, Side 31
Einu sinni átti ég gott 29 verður vinsælasta platan á heimilinu, en það er allavega búið að biðja þrisvar um að fá að heyra þarna, karlinn og kerlinguna og Leppalúða og prestinn ..." Óður til vitleysunnar Ég held að öll börn séu heilluð af rími og þvf fjarstæðukenndara sem það er því betra. Karl og kerling riðu á alþing fundu tittling og stungu í vettling ... Og svona heldur þulan áfram lengi vel og verður bara vitlausari og skemmtilegri. Ég veit ekki hvað kom yfir fólkið sem fann hjá sér heilaga hvöt til að endurbæta Jólasveinar ganga um gólf, af því þeir skildu ekki „Upp á stól stendur mín kanna", útkoman varð allavega lítt skiljanlegri en minnti mann alltaf pirrandi mikið á þá tilhneigingu til að ógilda mikilvægi hins órökrétta og furðulega. Það er nefnilega ekkert sem fóðrar ímyndunaraflið og þroskar sköpunargáfuna eins vel og vönduð vitleysa. Gömlu þulurnar urðu til á staðnum til að mæta eftirspurn eftir afþreyingu, spunnar upp án takmörkunar rök- eða formhugsunar. Þær eru frábær þjálfun í minni, abstrakt hugsun og málþroska og hafa mikið skemmtanagildi. Nú mætti kannski halda að Einu sinni átti ég gott innhéldi ekkert annað en vitleysisleirburð og öfugmæli en því fer fjarri. Fjölbreytnin er mikil, allt frá smábarnagælum og vísum sem eiga t.d. að kenna börnunum hvað dýrin heita og hvaða hljóð þau gefa frá sér, til kvæða með göfugum siðferðisboðskapi og stuttum sögum. Allir í þulugerð! Allir sem hafa einhvern áhuga á því úr hvaða jarðvegi við erum sprottin og á hvaða menningargrunni við byggjum, barnamenningu, uppeldi, tónlist og kveðskap almennt hljóta að taka útgáfu eins og Einu sinni átti ég gott með miklum fögnuði. Þetta er stór pottur af verðmætum efniviði sem hægt er að sækja í og nýta sér á margvíslegan hátt. Ég held að það ætti líka að stuðla að því að endurvekja þulugerð. Þulur eru örugglega frábær leið til að þjálfa skapandi hugsun hjá börnum og reyndar væri fólki á öllum aldri örugglega hollt að reyna sig við þetta sígilda form. Efnistök eru frjáls, formið er frjálst, hugurinn er frjáls og það eina sem þarf að vanda sig við er að sleppa fram að sér beislinu. Útkoman hlýtur að verða eitthvað óvænt og ef vel tekst til skemmtilegt. Hver veit svo nema þulusmiðurinn uppskeri að launum óskipta athygli, hæfilega aðdáun og jafnvel kærkominn aðhlátur. Uppskriftir til hliðsjónar má allvega finna í Einu sinni átti ég gott. Höfundur er tónlistar- og handritshöfundur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.