Börn og menning - 01.04.2007, Page 33

Börn og menning - 01.04.2007, Page 33
Nokkrir nýlegir barnadiskar og ein nótnabók 31 fjörug því á diskinum eru tvær vögguvísur. Textarnir fjalla um reynsluheim ungra barna, mömmu, pabba, stóra bróður, kisu, hljóðin í nánasta umhverfi, krumma, hollan mat og svo framvegis. Efnið er fallega fram sett en mörkin milli þess skemmtilega barnalega og þess væmna geta stundum verið hárfín. í laginu Litla kisa er Kristjana farin að nálgast mín væmnisþolmörk töluvert þegar litla kísan kemur inn að súpa og verður svo sybbin. Hljóðfæraleikurinn á þessum diski er virkilega góður og greinilegt er að hugsað hefur verið um þarfir lítilla barna. Takturinn er ákveðinn en aldrei harður, laglínan og söngurinn fá að njóta sín og hjálpar það ungum hlustendum að læra lögin. Heilmikið hefur verið lagt í útsetningarnar, lögin hafa hvert sinn svip, marimban og slagverkið setja mikinn lit á lögin og það gerir krakkakórinn flotti líka. Kristjana sjálf er mjög fín söngkona. Hún hefur fallega og þægilega rödd og sérstaklega góða og eðlilega framsögn og er það vel, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Umslagið er fallegt og litríkt. í heildina er þetta mjög vandaður og skemmtilegur diskur fyrir lítil börn. Ævintýri úr Nykurtjörn - hljóðbók með söngvum Ævintýri úr Nykurtjörn kom fyrst út á hljómplötu árið 1984 en sagan fylgdi með í bókarformi. Þetta var fyrsta bók Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar ætluð börnum og þannig fyrirrennari þekktari verka eins og Dvergasteins og Brúarinnar yfir Dimmu. Þetta er stutt saga, af 40 mínútna diski er innan við helmingurinn upplestur á sögunni. Hún byggir á þjóðtrúnni um nykrana, þessar furðuskepnur sem líkjast hestum en þær má þekkja á því að það sem snýr fram á hófum hesta snýr aftur á fótum nykranna. Sagan segir frá lífi Nikólínu nykurdísar og Nóna gamla föður hennar. Þau búa í Nykurtjörn og lifa þar á gróðri og skorkvikindum og einstaka fiski. Feðginin lifa einföldu lífi og una sér oftast í tjörninni en stundum langar þau að lokka til sín manneskjur, bara svona til gamans, rétt eins og þegar fólk fær sér gæludýr. Sagan er nokkuð lengi ( gang og líður fyrir það að vera slitin um of í sundur af tónlistinni. Aðalsteinn er varla búinn að lesa nokkrar setningar þegar persónurnar bresta í söng án þess að bæta verulega við framvinduna. En þó áð sagan standist ekki samanburð við bestu verk Aðalsteins er hún að mörgu leyti skemmtileg og þegar kynningu á persónunum og aðstæðum þeirra er lokið og atburðarásin er komin í gang er hún býsna spennandi. Tónlistin bæði styður við söguna og dregur úr henni. Mér finnst lögin standa of þétt og slíta frásögnina í sundur, sérstaklega í byrjun en í lokin eru nokkur verulega sterk og næstum óhugnanleg lög sem auka mjög á spennuna, meira að segja svo mjög að vissara er að ungir hlustendur séu ekki alveg einir við fyrstu hlustun. Hljómurinn í tónlistinni er svolítið mattur, en hljóðfæraleikurinn er annars bæði fagmannlegur og fjölbreyttur. Lögin sjálf eru bræðingur af vísna- og leikhústónlist og ágætlega heppnuð sem sli'k. Bergþóra Árnadóttir syngur flest þeirra og stendur söngurinn hljóðfæraleiknum nokkuð að baki. Börnin sem hlustuðu með mér gáfu Ævintýri úr Nykurtjörn bestu einkunn. Eitt þeirra hvíslaði því þó að mér að það væri hrætt við galdralagið. Krúsilíus og bullutröllin Komdu að syngja! - Mynddiskur með barnatónlist Á þessum diski flytja Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson lög og Ijóð sem langflest eru eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson af geisladiskunum Berrössuð á tánum (1998) og Bullutröll (2000). Veturinn 2001 - 2002 komu þau Anna Pálína og Gunnar reglulega fram í tónlistarhorninu í Stundinni okkar í ríkissjónvarpinu og fluttu þar tónlist og spjölluðu hvort við annað og börnin sem horfðu á. Samspil hinnar eldfjörugu söngkonu og hins hægláta píanóleikara var einkar skemmtilegt og bauð upp á heimspekilegar vangaveltur og broslegan misskilning. Það eru þessir þættir sem hefur verið safnað saman á diskinn Komdu að syngjal, en auk þeirra eru é honum tvö myndbönd og ein eldri upptaka. Lögin sem Anna Pálína og Gunnarflytja þarf tæpast að kynna. Anna Pálína syngur brot úr alþekktum söngvum, svo sem Guttavísum og afmælislaginu, en uppistaðan er eins og áður segir hin vinsælu lög Aðalsteins Ásbergs sem lifna við og verða sem ný í hvert sinn sem hún syngur þau. Flutningurinn er vandaður og líflegur og túlkunin fyrsta flokks bæði hjá söngkonunni og píanóleikaranum. Þetta er í alla staði vandaður og eigulegur diskur. Krúsilíus og fleiri barnasöngvar - nótnabók Mörg lagana af diskinum Komdu að syngja! eru líka í nótnabókinni Krúsilius og fleiri barnasöngvar sem kom út um svipað leyti. Enda er það ekki nema eðlilegt, í bókinni eru mörg af vinsælustu lögum Aðalsteins Ásbergs svo sem „Örugglega umskiptingur", „Óskaðu þér" og auðvitað „Krúsilíus" sjálfur. Lögin eru alls tuttugu og tvö, hvert öðru skemmtilegra. Útsetníngar Gunnars eru stórfínar, hvorki of flóknar né einfaldar þannig að slarkfærir pfanóleikarar geta vel ráðið við þær. Eins eru hljómarnir viðráðanlegir þannig að sæmilegir gítarleikarar geta notað bókina líka. Nótnaskriftin er skýr og aðgengileg og textarnir fylgja að sjálfsögðu með. Þessi nótnabók verður örugglega mikið notuð, bæði í grunn- og leikskólum, tónlistarskólum og á heimilum. Höfundur er kennari og textahöfundur

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.