Börn og menning - 01.04.2007, Síða 37

Börn og menning - 01.04.2007, Síða 37
Rauða hauskúpan leysir málið 35 og úr verður væntanlega einhvers konar nýrómantik. En rokkið hans hr. Rokk blívur - hvaða merkingu sem menn vilja leggja í það. Framan við og á bak við tjöldin Eins og áður segir munar hér mestu um samvalinn og sprellfjörugan leikhóp sem kemur sínu vel til skila. Þar fara fremst í flokki þau Jóhann G. Jóhannsson, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Orri Huginn Ágústsson sem leika meðlimi Rauðu hauskúpunnar. Öll eru þau trúverðug og skemmtileg og áttu hvert bein í salnum. Þeim skammt að baki standa svo Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Atli Þór Albertsson og Sveinn Geirsson. Jóhanna Friðrika leikur pönkarann Systu. Hún er hrjúf og groddaleg sem slík en þó býsna viðkunnanleg. Atli Þór er diskógæinn Steindór og Sveinn Geirsson leikur Gulla, bróður hans í diskói. Þessi hlutverk bjóða upp á alls konar kómisk tilþrif sem þeir fóstbræður láta sér ekki úr hendi sleppa og teikna upp eitt minnst „illa" illþýði sem lengi hefur sést á sviði. Auk þessa bregða öll þrjú sér í ýmis hlutverk til viðbótar sem mörg eru hugstæð. Og alls ekki má gleyma Sigurjóni Kjartanssyni sem Ijómar í hlutverki sínu sem hr. Rokk. Allir sem unnu „á bakvið tjöldin" virðast hafa skilað sínu með sóma eins vera ber; mig langar sérstaklega að geta flottra dansa og danshreyfinga hjá Láru Stefánsdóttur. Fischer og Spassky; skák og mát! Af ýmsu má ráða að sagan gerist á árabilinu 1975-1980. Fyrir utan áðurnefnd átök pönkmeyja og diskógæja eru Rússagrýla, minningin um „skákeinvígi aldarinnar" og sitthvað fleira til marks um það. Vísanir í slfkt og því um líkt féllu sem vænta mátti dauðar meðal barna í hópi leikhúsgesta eða svo gott sem og höfðu þó úr nógu að moða. En pabbar og mömmur voru greinilega með á nótunum og tóku þessum fornleifum frá eigin barnæsku fagnandi. Má mikið vera ef börnin hafa ekki að kvöldi mátt sitja undir innlifuðum frásögnum foreldranna um líf í leynifélagi fyrr á tíð—ósýnilegt blek, talstöðvar úr niðursuðudósum, dulmálsskeyti, eftirlit með tortryggilegum mönnum, nákvæma skráningu bílnúmera. Ef til vill nægir það til að blása nýju li'fi í leynifélagastarfsemi barna vítt og breitt en ég hygg að slíkt félagsstarf megi nú um stundir muna sinn fífil fegri. Og fari svo að leynifélög spretti upp á hverjum hól og í öðru hverju húsi mega ímyndaðir glæpamenn með sína ímynduðu glæpi sannarlega fara að vara sig. Höfundur er ritstjóri og áhugaleikari

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.