Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 39

Börn og menning - 01.04.2007, Qupperneq 39
Barnæskan í Malaví 37 sjálfboðaliðar bjóða upp á eftir að formlegri kennslu lýkur einn dag í viku. Fyrir utan alla þessa dagskrá, sem er dæmigerð fyrir börn í þessum hópi, hittast krakkamir mikið heima hjá hvert öðru og leika sér. Fólk býr almennt í stórum húsum umlukt stórum görðum sem eru uppspretta endalausra leikja og skemmtana. Ekki skemmir fyrir að veðrið er almennt afar gott og því lítið mál að vera léttklæddur úti að stússa allan daginn. með þegar við dveljum við ströndina og þau koma mikið til okkar og leika sér í stórum hópum. Frjálsir strákar og stelpur með ábyrgð í Chiromboerströndin aðalleiksvæðið. Hópar af krökkum flykkjast þangað að loknum skóladegi. Það er áberandi að strákarnir virðast hafa mun meira frjálsræði og frítíma í þorpi innfæddra Við höfum verið svo lánssöm að eiga þess kost að búa að hluta til í þorpi í suðurhluta landsins við strönd Malavívatns. Þorpið heítir Chirombo og er að flestu leyti dæmigert malavískt þorp þar sem fólk býr í moldarkofum með stráþökum, eldar á hlóðum í bakgarðinum sínum og nær sér annaðhvort f vatn í einni af vatnsdælum þorpsins, en þær eru nokkrar og ekki allar í fullkomnu lagi, eða bara beint í Malavívatn. Þetta þorp er þó kannski ólíkt mörgum öðrum þorpum að því leyti að þar eru „venjuleg" hús meðfram ströndinni þar sem starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar íslands búa ásamt öðrum útlendingum sem þarna hafa sest að af ýmsum ástæðum, og svo er nokkuð um að efnaðir Malavar eigi þar sumarhús. í Chirombo höfum við af eigin raun kynnst lífi barna í malavísku þorpi. Dóttir okkar hefur eignast stóran hóp af vinum og kunningjum sem hún leikur sér en stelpurnar, en þær eru flestar ansi ungar þegar ábyrgð á heimilishaldi og yngri systkinum er lögð á herðar þeirra. Þær eru því oft með yngri systkini með sér í leikjum sínum, oft eru þau litlu bundin í klút á bakið og dvöl stúlknanna á ströndinni tengist einnig oft þvotti og vatnsburði. Yngri börnin eru einnig oft að leika sér á ströndinni á meðan foreldrarnir, oftast mæðurnar, sinna þar ýmsum erindum. í flæðarmélinu fer ýmislegt fram, allt frá böðum, þar sem sápa er óspart notuð, burstun tanna, þvotti á fötum og sængurfötum sem og uppvaskið. Ekki ósjaldan eru svo litlu börnin tekin og látin fara í bað í vatninu þegar öllu öðru er lokið. Krakkar í hópleikjum Hópa krakka má oft sjá í allskyns hópleikjum, ekki ólíkum þeim sem börn á íslandi léku sér í hér áður fyrr (og kannski gera einhver það enn), líkt og „fram fram fylking" og „bimm bamm bimm bamm". Þau leika sér líka mikið í allskyns íþróttum þótt ekki séu þær skipulagðar af íþróttafélögum. Það er hreint ótrúlegt að sjá hversu fim og liðug flest börnin eru, þau eiga ekki í minnstu vandræðum með arabastökk, flikk flakk og hinar ýmsustu fimleikakúnstir. Þá hefur vatnið sjálft mikið aðdráttarafl og þar dunda þau tímunum saman við að moka í flæðarmálinu, synda og svamla, veiða með snæri og öngli og í net, fá sér far á eintrjáningum sem eru notaðir til veiða og svona mætti lengi telja. Fátækt og matarskortur Hjá börnunum í þorpinu blandast matur og leikur mikið. Fátæktin á þessum slóðum er gegndarlaus og matarskortur alltaf yfirvofandi. Leikirnir tengjast því mikið þeim mat sem hægt er að fá á hverjum tíma. Börnin rölta um í gróðurlendinu, sem varla er hægt að kalla skóg og tína ávexti sem þar er að finna. Þau klifra upp í himinhá baobab-tré til að ná ávextinum, en innihald skeljarinnar sem umlykur hann þykir mikið sælgæti. Engisprettur eru tíndar og borðaðar og í upphafi regntímabilsins er mikið sport að ná í termíta sem kallast ngumbi, en þeir þykja hið mesta hnossgæti, eins og þeir koma fyrir eða þurrsteiktir með örlitlu salti. í fiskimannaþorpi einsog Chirombo er fiskurinn að sjálfsögðu mikilvægur og krakkarnir veiða sér til skemmtunar og eins má oft sjá þau aðstoða mæður sínar eða stálpaðar stelpur sem gera nokkuð af því að vaða um í grynningunum með net, sem einna helst líkjast moskítónetum, og veiða í soðið. Aflinn er í flestum tilfellum ekki stórfenglegur, kannski vaskafat með botnfylli af fiski á stærð við sardínur. Vanbúnir skólar í malavískum þorpum er allur gangur á hvort börn ganga í skóla. Grunnskólamenntun hefur verið ókeypis frá árinu 1994, en skólakerfið í landinu var á þeim tíma alls ekki í stakk búið að taka við þeim mikla fjölda barna á skólaskyldualdri sem í landinu búa. Enn er mikill misbrestur á því að yfirvöld sjái til þess að börn njóti menntunar. Á mörgum stöðum eru hreinlega engir skólar eða þeir eru svo vanbúnir að kennsluefni, að ekki sé minnst á menntaða kennara, að ekkert bolmagn er til að halda börnunum í skóla.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.