Börn og menning - 01.04.2007, Side 40
38
Börn og menning
Þrátt fyrir að ekki séu lengur skólagjöld í
ríkisreknum grunnskólum þurfa börnin að
vera í skólabúningum og sjá sér sjálf fyrir
t.d. stílabókum og pennum, og það reynist
ófáum malavískum fjölskyldum ofviða.
Brottfall úr grunnskólum er því mikið, ekki
síst meðal stúlkna.
íslensk aðstoð
í Chirombo er ríkisrekinn grúnnskóli,
Namazizi, en hann hefur m.a. notið
stuðnings Þróunarsamvinnustofnunar
íslands. Skólinn þykir vel rekinn og börn
þaðan hafa náð sæmilegum árangri við
að komast áfram í menntaskóla, en bestu
nemendunum úr hverjum árgangi er boðin
skólavist í menntaskólum. Skólagjöld eru í
alla menntaskóla bæði rfkis- og einkarekna
sem þýðir að margir góðir námsmenn heltast
úr lestinni af fjárhagsástæðum. En í skólum
á borð við Namazizi læra börn almennar
námsgreinar, þau læra opinber tungumál
Malaví, chichewa og ensku, stærðfræði,
samfélagsfræði og landbúnað. Einhverjum
þykir sjálfsagt einkennilegt að í grunnskóla
séu börn í tímum í landbúnaði, en það
stafar af því að í Malaví er landbúnaður og
akuryrkja uppistaða alls og allt að því hver
einasta fjölskylda i landinu er með sinn litla
landskika þar sem ræktaður er maís, sem er
helsta fæða íbúanna. í Namazizi og mörgum
öðrum grunnskólum landsins fá börnin
hádegisverð í skólanum í boði World Food
Programme. Nýverið hófst samstarf íslenskra
stjórnvalda og World Food Programme undir
yfirskriftinni „Börn hjálpa börnum". Það
felst í því að hvert barn á íslandi gefur einu
barni í Malaví og Uganda skólamáltíð. Þau
fá vitaminbættan maísgraut sem eldaður
er í stórum tunnum í „eldhússkýli" á
skólalóðinni. Börnin koma með disk og skeið
að heiman og fá þarna mikilvæga næringu í
dagsins önn. Þessar skólamáltíðir koma í veg
fyrir vannæringu og hvetja foreldra til að
senda börnin í skólann.
Leikur og lífsbarátta
Barnæskan í Malaví er um margt ólík því
sem gerist á Vesturlöndum. Malavísk börn
bera mikla ábyrgð og þau kynnast fljótt
erfiðum hliðum lífsbaráttunnar. En Ifkt og
börn annars staðar finna þau leiðir til að
leika sér og njóta þess sem umhverfið býður.
Oft er ótrúlegt að sjá hvað þau geta fundið
sér til dundurs og hversu mikið er hægt að
gera úr litlu eða nánast engu. Börnin í Malaví
skemmta sér vel í sínum æskuleikjum og
eru upp til hópa glöð og dugleg. Það hefur
verið okkur ómetanleg lífsreynsla að kynnast
lífinu og fá tækifæri til að fylgjast með og
taka þátt í lífi fólks bæði í borg og þorpi í
Malaví.
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
Þróunarsamvinnustofnun ístands í Maiavi