Börn og menning - 01.04.2009, Side 8
8
Börn og menning
runnið saman og að margar
barnabækur sem skrifaðar séu í dag hafi í
raun aðeins eina gerð lesenda í huga, reikni
með einhverskonar samruna barnsins og
hins fullorðna í markhópnum. Enda má færa
rök fyrir því að við eigum sffellt erfiðara með
að greina á milli þess hvað það er að vera
fullorðinn og hvað það er að vera barn.
Dæmi um það má ekki aðeins
finna í bókaútgáfu, heldur einnig í
kvikmyndabransanum þar sem sömu
ævintýramyndir eiga að höfða *til allra
aldurshópa, börn og fullorðnir leika sér
með sömu tækin og leikföngin og tæknin
gerir það að verkum að aðgengi barna að
fullorðinsheimum er einnig mun greiðara
en áður. Það er svo spurning hversu mikil
meðvitundin um þessa skörun er og eins og
komið hefur fram eru skoðanir á henni svo
sannarlega skiptar. Hinir fullorðnu virðast
hafa komið sér þægilega fyrir í Hvergilandi,
sumum til mikillar hrellingar.
Börn á flakki í fullorðinsveröld
En landamæraflakkið er ekki einhliða, börn
lesa líka bækur eftir fullorðna en það er
kannski ekki alveg jafn mikið nýnæmi og
lestur fullorðinna á barnabókum. Börn hafa í
gegnum tíðina forvitnast um fullorðinsbækur,
nægir að nefna bækur á borð við Róbinson
Krúsó eftir Daniel Defoe og Ferðir Gúllivers
eftir Jonathan Swift sem hafa lengi vakið
áhuga barna. Ég fór að hugsa um þetta út
frá eigin lestri í æsku og ég held satt best
að segja að ég hafi ekki gert sérstaklega
mikinn greinarmun á barnabókum og öðrum
bókum. Skiptingin var auðvitað nokkuð
skýr á bókasöfnum og í bókabúðum og
maður hagaði sér svo sem eftir því. En
varla var maður orðinn unglingur þegar
ísfólksbækurnar góðkunnu voru lesnar og
bækur Jean M Auel (t.d. Þjóð bjarnarins
mikla og Mammútaþjóðin) voru einnig
vinsælar á þessum tíma af nákvæmlega
sömu ástæðu og ísfólksbækurnar, þær voru
nefnilega klámfengnar í meira lagi. Einnig
man ég eftir að hafa lesið Agöthu Christie,
Þórberg Þórðarson og Arthur Conan Doyle
án þess að velta því sérstaklega fyrir mér að
ekki væri um Nancý-bækur að ræða.
Sígildar sögur
Það er líka áhugavert að hugsa um
myndasögur í þessu samhengi. Ég fékk
stundum að lesa myndasögublöð sem
pabbi minn hafði eignast sem barn sem
hétu Sígildar sögur. Einhverjir muna eflaust
eftir þessum blöðum, þau voru sum hver
endurútgefin fyrir áratug eða svo. Þetta voru
myndasöguútgáfur af heimsbókmenntunum,
þarna mátti til dæmis lesa Ódysseifskviðu og
Móbý Dick og meira að segja
félagarnir Hamlet og Macbeth
Shakespearssynir voru fáanlegir
í myndasöguformi. Ég man
ekki betur en að ég hafi litið
á þá félaga eins og hverja
aðra Lukku-láka, það var nóg
af morðum og draugum og
allskyns skemmtilegheitum í
þessum sögum. Þegar ég fékk
Biblíuna í jólagjöf átta ára gömul settist ég
líka niður með hana á aðfangadagskvöld og
byrjaði að lesa eins og hverja aðra bók. Ég
gafst að vísu upp í miðju Gamlatestamenti
og fannst það frekar slappt af mér þar sem
ég var vön að Ijúka við bækur. Biblían var
semsagt bara bók sem ég fékk í jólagjöf.
Mér fannst ég eiginlega ekki vera að lesa
fullorðnisbækur fyrr en ég prófaði að lesa
ástarsögurnar sem mamma las þegar ég var
um fermingu. Og ég komst því miður að því
að þær voru mun minna krassandi en bæði
(sfólksbækurnar og Biblían, en það er önnur
saga. Fullorðinsbækur voru semsagt bækur
sem ég sá fullorðna lesa.
Flokkun og markaðssetning
Þetta hefur hinvegar örugglega breyst og þar
kemur ekki sfsttil breyttmarkaðssetningbóka.
Nú eru sumar bækur bæði markaðssettar
fyrir börn og fullorðna, það er að segja í
sitthvorri útgáfunni með sitthvorri kápunni
og jafnvel sitthvorri auglýsingaherferðinni.
Gott dæmi um það væri bókin The Curious
Incident of a dog in the night-time eftir
Mark Haddon sem kom út á íslensku fyrir
einhverjum árum og kallast Furðulegt
háttalag hunds um nótt í íslenskri þýðingu.
(slenska þýðingin var reyndar gefin út í
tveimur ólíkum útgáfum, bæði innbundin
og í kilju en hinsvegar minnist ég þess ekki
að hún hafi beinlínis verið markaðssett fyrir