Börn og menning - 01.04.2009, Side 9
Upp og niður kanínuholuna
9
FURÐULEGT
^talag
hunds
UM NÓTT
MARk HADDOn
|eoooVerð,aunabófc
000 em*ök seld
Stórkostleg og hrífandi bók.
~'he Scotsman
börn. Sagan er sögð út frá sjónarhóli drengs
með Asperger-heilkenni sem rannsakar
sakamál, þ.e. hvarf hundsins í titlinum. í
grunninn er sagan þannig spennusaga rétt
eins og bækur Arnaldar Indriðasonar eða
bækur Enid Blyton, það getur nefnilega
verið flókið að flokka. Vöruna er svo hægt
að markaðssetja með ákveðnum hætti fyrir
ólíka hópa, og það var einnig gert með
Harry Potter-bækurnar sem voru gefnar út
í sérstökum fullorðinsútgáfum, að sögn til
að bankamenn þyrftu ekki að skammast
sín fyrir að lesa þær í neðanjarðarlestum.
Það getur hreinlega verið spurning um
markaðssetningu hjá hvaða lesendahópi bók
lendir. Bókaþjófurinn eftir Mark Zusak hefur
til dæmis víða verið markaðssett bæði fyrir
fullorðna og börn en hérlendis virðist hún
vera skilgreind fyrir fullorðna lesendur, að
minnsta kosti enn sem komið er, enda er
hún múrssteinsígildi að umfangi og þyngd
en það ættu Harry Potter-aðdáendur svo
sem ekki að láta á sig fá.
Barnabækur eru alvöru „business" í dag,
þær eru iðulega á toppum metsölulista og
keppa þar við spennusögur, ástarsögur og
sjálfshjálparbækur. Sumir vilja meina að
lestur fullorðinna á barnabókum megi fyrst
og fremst einmitt rekja til markaðssetningar
og það er eflaust eitthvað til í því en þó veit
maður ekki hvort eggið eða hænan kom á
undan. Að einhverju leyti virðist flokkurinn
sem hefur verið kallaður unglingabækur
vera á undanhaldi, bilið á milli barnsins og
hins fullorðna er brúað með bókum sem
eiga að höfða til allra. Ekki verður dæmt
um það hér hvort þessi tilhneiging leiði til
vanþroskaflatneskju eða skapandi samruna.
Þegar allt kemur til alls skiptir jú mestu máli
hvort bókin er góð eða ekki.
Höfundur er bókmenntafræðingur