Börn og menning - 01.04.2009, Síða 13
Þessa dagana eru allir að tala um
vampírubækur Stephanie Meyer,
Ljósaskipta-seríuna, en bækurnar hafa
selst í bílförmum síðustu ár. Ekki er að
vænta fleiri bóka á frummálinu en þeirra
fjögurra sem nú þegar eru komnar út,
en sú fyrsta í seríunni kom út i islenskri
þýðingu Magneu J. Matthiasdóttur fyrir
síðustu jól. Sagan hefur náð einhverju áður
óþekktu tangarhaldi á iesendum, enda
eru bækurnar mjög auðlesnar þó að þær
séu kannski ekki beinlínis vel skrifaðar.
Lesendur eru á öllum aldri, þó að fyrst og
fremst séu þeir kvenkyns.
Á ensku er talað um „the Twilight
Phenomenon" þegar fjallað er um viðbrögðin
við bókunum - umræður um þær eru
fjörugar á netinu, og tilfinningarnar sem lesa
má úr umræðum heitar. Umræðuhóparnir
eru jafnfjölbreyttir og lesendurnir - einn af
þeim sem hefur veríð hvað mest áberandi
heitir „Twilight Moms" og þar spjalla giftar
konur sem eru komnar af unglingsaldri af
áfergju um þessar bráðsnotru vampírur. Þessi
hópur er ekki miklu yfirvegaðari í umfjöllun
sinni um bækurnar en unglingsstúlkurnar
- t.d. komst það í fréttir í fyrra að þegar
síðasta bókin í seríunni fékk vondan dóm
hjá Entertainment Weekly-tímaritinu voru
meðlimir spjallborðsins hvattir til að senda
bréf á ritstjórnarskrifstofuna þar sem skorað
væri á ritstjórnina að draga dóminn til baka.
Hverju bréfi fylgdi ein hvít skákdrottning, en
það er einmitt myndin sem er á kápunni á
umræddri bók.
Hið siðfágaða skrímsli
Sagan segir af sautján ára bandarískri stúlku
sem flytur við upphaf bókar landshorna
á milli. Móðir hennar hefur nýlega gifst
og langar að leggjast í flakk með bónda
sínum, svo söguhetjan ákveður upp á
eigin spýtur að veita móður sinni frelsi frá
heimilinu og flytur til föður síns sem hún
þekkir ekki mikið. Hún er ekki fyrr búin að
koma sér fyrir í smábænum en hún fellur
fyrir myndarlegasta piltinum í skólanum.
Á undraskömmum tíma tekst henni að
draga upp úr honum leyndarmál sem hann
hefur varðveitt alla ævi - hann er fæddur
upp úr þarsíðustu aldamótum og varð að
vampíru sautján árum síðar. Pilturinn getur
lesið hugsanir - allra nema hennar - og
honum finnst ilmurinn af hörundi hennar
svo ómótstæðilegur að hann má hafa sig
allan víð að éta hana ekki. Á þessum grunni
byggja þau ástarsamband sitt.
Kauði er hluti af siðmenntaðri vampíru-
fjölskyldu sem leggst ekki á menn, heldur
kýs að hlaupa frekar uppi fjallaljón og
skógarbirni til að svala blóðþorstanum, þó
að löngunin í mennskt blóð sé mikil.