Börn og menning - 01.04.2009, Page 20

Börn og menning - 01.04.2009, Page 20
20 Spænska veikin, ástir og örlög Bókarkápan er hönnuð af Jóhannesi Holm og er býsna draugaleg. Fullt tungl varpar blárri birtu á kræklóttar, berar trjágreinar og unga stúlku og pilt sem standa í þokumistri innan um legsteina. Hressilegi textinn á bakhlið kápunnar dregur heldur úr hrollvekjandi áhrifum myndarinnar enda er kannski ástæðulaust að gera draugaþræðinum allt of hátt undir höfði því Garðurinn hefur upp á margt annað að bjóða en hroll niður eftir bakinu. Þar með er ekki sagt að þeir sem eru á höttunum eftir spennu verði fyrir vonbrigðum því sagan er vissulega spennandi. Höfundi tekst nefnilega Ijómandi vel að vekja eftirvæntingu með myndrænum lýsingum á umhverfi og aðstæðum og ekki síst með því að gefa eitt og annað í skyn svo spennan magnast upp. Spennusögur einkennast oft af hröðum söguþræði, æsilegum atburðum og jafnvel brjáluðum eltingarleikjum en í Garðinum ríkir nánast kyrrlátt en um leið mjög leyndardómsfullt andrúmsloft. Garðurinn er ekki bara spennandi drauga- saga heldur miðlar hún heilmiklum fróðleik um spænsku veikina í gegnum bréfin sem pabbi Eyju finnur í gamla stólnum. Út úr þessum örstuttu bréfakornum má lesa ýmislegt um framgang veikinnar og aðstæður bæjarbúa á þessum tíma: „Mamma er með hita og í gær tók blóð að streyma úr nefinu á henni. Það var Ijótt. Sem betur fer birtist læknirinn loksins. Hann gerði samt ekkert mikið, rétt leit á hana og sagði að þetta væri spænska veikin. Það vissi ég nú fyrir löngu. Eiga læknar ekki að lækna? spurði ég. Hann svaraði mér ekki, heldur spurði bara hvort ég ætti ekki einhverja ættingja í bænum. Nei, bara uppi á Skaga. Þar býr frænka mín, sagði ég. ... " (bls. 84). Bréfin eru einungis lítið brot af texta sögunnar en auk þess að vera uppspretta fróðleiks um löngu liðinn tíma er í þeim fólgin saga um miklar ástir og örlög sem hlýtur að hreyfa við öllum lesendum. Lífið eftir dauðann Aðalpersónan og sögumaðurinn, Eyja, er að ýmsu leyti einstakur unglingur. Hún er einkabarn og í nánu og mjög góðu sambandi við foreldra sína. Hún er ekki með snert af neinu sem mætti kalla unglingaveiki og virðist ekki hafa neina þörffyriraðgagnrýnaforeldra sína eins og algengt er á þessu aldursskeiði. Hún er geysilega næm og listhneigð, spilar undurvel á þverflautu og hefur að mati foreldra sinna æði fjörugt ímyndunarafl. Hún kann að gefa sig tónlistinni á vald og láta hana leiða sig í aðra heima og það er sú néðargáfa sem veitir henni styrk til að sigrast á hinum illa anda sem býr í stólnum og ógnar lífi fjölskyldunnar. En hvorki Eyja né foreldrar hennar hafa áttað sig á því að hún er skyggn. Auk þess sem hún áttar sig strax á illskunni sem býr í stólnum sér hún ýmislegt sem öðrum er hulið, þar á meðal framliðið fólk. Enginn nema hún sér Sölva, myndarlega strákinn, sem er á ferli fyrir utan nýja heimilið hennar. Hún á eftir að kynnast þessum strák betur og jafnvel kalla hann kærasta en allt frá byrjun er hann ansi dularfullur. Honum skýtur ævinlega upp fyrirvaralaust, hann víkur sér fimlega undan ýmsum spurningum um sína hagi og vill hvorki gefa upp heimilisfang né símanúmer. Sjálfri virðist Eyju þetta ekki neitt undarlegt en það er einn stærsti galdur sögunnar að jafnt og þétt er fræjum grunsemda sáð í huga lesandans en fullvissa fæst ekki fyrr en alveg í blálokin. Sölvi hafði dáið úr spænsku veikinni en ekki getað hvílt í friði vegna þess að hans var of sárt saknað. Eilífðarspurningin stóra um tilvistina eftir dauðann er mörgum sérstaklega hugleikin á unglingsárunum. Það er einmitt á þeim aldri sem margir krakkar eru spenntir fyrir að prófa andaglas, fara til spákonu og jafnvel á miðilsfundi. Það má því búast við að spíritisminn í Garðinum hitti alveg í mark hjá ungum lesendum. Að spegla sig Sagan gerist á nokkrum mánuðum og sögusviðið er lítill hluti gamla Vesturbæjarins og miðbæjarins í Reykjavík. Umhverfinu er lýst á myndrænan og lifandi hátt þannig að þeir sem þekkja þennan hluta bæjarsíns geta notið þess að fylgja sögupersónunum skref fyrir skref. Því má skjóta inn að sú sem hér skrifar lét sér detta í hug að Garðurinn væri fyrirtaks tilefni til að skreppa í sögugöngu að hætti Borgarbókasafnsins. Þótt sagan teygi anga sína allt afturtil 1918 þá gerist hún í nútímanum og endurspeglar þann raunveruleika sem íslenskir unglingar búa við í dag. Eyja flytur í nýtt hverfi, missir sjónar af gömlu vinunum sínum og þarf að kynnast nýjum krökkum í nýjum skóla. Þeir eru ófáir unglingarnir sem þurfa að takast á við þetta og flestum finnst það afskaplega erfitt. Lesendur fylgjast með því hvernig Eyja nálgast stelpurnar í nýja bekknum sínum af varfærni. „Ég varð að útskýra fyrir mömmu að ef ég ryki til og byði stelpunum heim til mín án nokkurs tilefnis myndi ég virðast of örvæntingarfull. En nú hafði mér verið boðið heim til Hrannar. Það var allt að smella hjá mér." (bls. 39). Hægt og rólega tekst Eyju að

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.