Börn og menning - 01.04.2009, Side 24
Brynja Baldursdóttir
m / ^ fLM vjrJ
Þrumuguðinn Þórereinna vinsælasturguða
í norrænni goðafræði. Hann er sagður
sonur æðsta guðsins Óðins og konu að
nafni Jörð. Allar heimildir um Þór, kvæði
og frásagnir, kynna hann sem fullorðinn
mann/goð - með hamarinn Mjölni í hendi
og hafrana Tanngnjóstur og Tanngrisni
fyrir kerrunni. Einnig kemur fram að hann
á konuna Sif, soninn Móða og dótturina
Þrúði. En hver er þá bakgrunnur þessa
sterka guðs sem fær himininn til að loga af
glóandi eldingum og titra af gríðarlegum
hávaða þrumanna?
Efnilegt unggoð
Friðrik Erlingsson gefur lesendum innsýn f
bernsku Þórs í bók sinni Þór i heljargreipum
sem út kom á síðasta ári. Friðrik leikur sér
að orðum í titlinum því í sögunni lendir
hinn ungi Þór svo sannarlega í greipum
Heljar, systur Loka. Sagan hefst þegar Þór
er ungur maður enn í móðurhúsum. Honum
er ókunnugt um faðerni sitt, móðir hans vill
ekki gefa það upp en minnist fundar síns
og Óðins með eftirsjá. Þór er mjög sterkur
en veit ekki alveg hvers hann er megnugur.
Hann vinnur sem járnsmiður en hefur miklar
væntingar um framtíðina, hann langar til
að verða stríðsmaður og berjast til frægðar.
( byrjun sögunnar eiga þau mæðginin
orðaskipti sem túlka má á nokkra vegu en
orð móðurinnar gefa til kynna hvað um
drenginn hennar verður: „Þú ert alltaf með
höfuðið í skýjunum þegar verkefnin blasa við
þér hér á jörðinni."(bls.26) Þau mæðgin eiga
tvo hafra, alræmd letiblóð, sem vilja helst
af öllu eyða tíma sínum við beit út í haga.
Mjölnir magnar þá svo þeir öðlast hæfileika
til að skjótast um himinblámann á æsilegum
hraða. Með Mjölni í hönd og hafra við kerru
er Þór til í hvað sem er, jafnvel að sigra
konung jötna.
Talandi hamar
Friðrik kennir lesandanum sitt hvað um
norræna goðafræði um leið og hann
skrifar áhugaverða sögu um þrekvirki
þrumuguðsins. Sannir aðdáendur goða-
fræðinnar eru kannski ekki á eitt sáttir um
meðferð höfundar á hamrinum Mjölni en
hann er gerður að lifandi veru sem spjallar
við eiganda sinn. í goðafræðinni eru það
dvergabræðurnir Sindri og Brokki sem smíða
hamarinn ásamt öðrum hlutum og hlaða
hann töfrum. Með því að gera Mjölni að
litlum reiðum karli sem neitar að haga sér
sem aðrir hamrar tekur höfundur stórt skref
inn í fantasíuna en vissulega má segja að
margt í norrænni goðafræði sé töfrum líkast.
Hamarinn er þeim eiginleikum búinn að sé
honum kastað flýgur hann aftur í útrétta
hönd eiganda síns. Hið ástralska kastvopn,
búmerang, hefur sömu eiginleika, hefur
kannski fengið þá frá Mjölni. í sögunni fær