Börn og menning - 01.04.2009, Side 28

Börn og menning - 01.04.2009, Side 28
28 Börn og menning Guðni Eiríksson „ Guðni, ertu góður pabbi?" spurði Brynja Baidursdóttir samkennari minn að loknum hádegisverði fyrir stuttu. „Já mjög," svaraði ég strax án þess að hika. „Svo þú testþá fyrir börnin þín?" spurði hún þá til baka. „Já á hverju einasta kvöldi," svaraði ég. „Frábært," sagði Brynja og spurði mig hvort ég vildi þá ekki skrifa smá grein sem kallast „Pabbi les". Ég játti því og lagðist í kjölfarið í miklar hugrenningar um þessa athöfn mína með börnunum sem mér hefur alltaf þótt svo sjálfsögð og velti mér í raun lítið upp úr. Eftir þvi sem ég hugsaði meira um lestrarstundirnar, þvi betur áttaði ég mig á því hversu yndisteg athöfn það er í raun og veru að lesa fyrir börnin. Mismunandi lestrarbækur Ég er svo lukkulegur að eiga þrjú börn, þar af tvo stjúpsyni. Litla stelpan mín er að verða tveggja ára, yngri sonurinn nýorðinn sjö ára og eldri sonurinn er að verða ttu ára. Það segir sig því sjálft að börnin hafa mismunandi skoðanir á því hvaða bækur þeim þykja skemmtilegar sem eykur ánægju mína til muna þar sem fjölbreytnin er mikil. Við foreldrarnir höfum verið dugleg að kaupa bækur í gegnum tíðina og eru barnabækur þar engin undantekning. ásamt því að gömlu barnabækurnar okkar fylgdu okkur úr æsku. Af þeim sökum eru barnaherbergin þrjú ríkulega skreytt barnabókum og er úrvalið mikið. Engu að síður verða ákveðnar bækur fyrir valinu aftur og aftur. Ódauðlegu smábarnabækurnar og undarlegar furðuverur Við tókum þá ákvörðun snemma að til þess að hvert barn fengi sem mest út úr lestrinum og næðum sem mestri tengingu við hvert og eitt þeirra yrði lesið fyrir börnin sitt í hvoru lagi og alltaf fyrir svefninn hjá hverju og einu. Þá fær hvert barn einnig „einkastund" með pabba. Fjórar bækur eru í algjöru uppáhaldi hjá litla örverpinu. Fyrst ber að nefna eina úr bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar sem ég þarf að lesa aftur og aftur og hún heitir Dýrin á bænum. Þar fáum við að kynnast Kötu sem býr á bóndabæ og sýnir okkur öll skemmtilegu dýrin á bænum. Dýr hafa alltaf náð vel til barna og með hjálp Kötu lærði dóttir mín fjölmörg orð og kom það annarri ömmunni t.a.m. mikið á óvart þegar sú stutta benti á salernisvegginn og sagði „fillildi" og það tók þá gömlu nokkra stund að átta sig á að þarna var verið að bera kennsl á fiðrildi sem hékk á veggnum. Önnur bók sem er f miklu uppáhaldi og er í bókaseríunni Lífsspeki Bangsímons og heitir Föt fjallar um hinn síunga Bangsímon og vini hans sem eiga í mesta basli með að klæða sig rétt. Þau eru ófá skiptin sem stelpan hefur hlegið að vitleysunni í Gúra litla sem leikur sér í drullupolli í sparifötunum og þessi vinalegu dýr virðast alltaf eiga upp á pallborðið kynslóð eftir kynslóð. Að lokum þarf ég að nefna tvær bækur sem eru alltaf lesnar saman enda náskyldar. Þær eru nýkomnar út hér á landi og fjalla um undarlegar furðuverur í svokölluðum Næturgarði og heita þær Iggul Piggul; Allir um borð í Ninký Nonk! og Opsý Deisí; Fína blómiðl Þessar bækur tengjast samnefndum sjónvarpsþáttum sem sýndir eru klukkan 08:00 á sunnudagsmorgnum og er eina barnaefnið sem stelpan nennir að horfa á. Hún var ekki lengi að læra öll skringilegu nöfnin á þessum kynjaverum enda skilst mér að það sé jú einmitt tilgangur höfundar við nafnavalið. Einfaldur söguþráður hverrar sögu og sífelldar endurtekningar skila sér algjörlega til þessa aldurshóps. Leikrit og ævintýri. Eftir að hafa boðið örverpinu góða nótt er

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.