Börn og menning - 01.04.2009, Qupperneq 32

Börn og menning - 01.04.2009, Qupperneq 32
Börn og menmng Bókakaffi í febrúar Fimmtudaginn 26. febrúar hélt IBBY bókakaffi í Te og Kaffi í bókabúð Máls og menningar á LaugaveginumundiryfirskriftinnfBarnabækur fyrir fullorðna eða fullorðinsbækur fyrir börn. Þar héldu Þorgerður E. Sigurðardóttir, Arndís Þórarinsdóttirog MaríannaClara Lúthersdóttir glimrandi skemmtilega fyrirlestra sem eru nú birtir hér í blaðinu lesendum til yndisauka og upplyftingar. Góða skemmtun! Bókaormaeldi í Gerðubergi Laugardaginn 21. mars hélt Menningarmiðstöðin í Gerðubergi elleftu barnabókaráðstefnuna í samstarfi við IBBY á íslandi, Síung, Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur, Upplýsingu - Félag bókasafns- og upplýsingafræða og Félag fagfólks á skólasöfnum. Að þessu sinni var fjallað um bókmenntauppeldi; hvað sé gert til að glæða áhuga barna og unglinga á lestri, hvað hafi tekist vel og hvað miður og hvað sé til ráða nú á tímum dvínandi lestraráhuga og lesskilnings. Fluttir voru fjórir fyrirlestrar: Halla Kjartansdóttir, kennslustjóri í Menntaskólanum við Sund: Að vera læs eða lens. Guðlaug Richter, formaður IBBY: Hvernig glæðum við áhuga barna á lestri? Um könnun á vegum Samtaka um Barnabókastofu. Ingibjörg Baldursdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, Flataskóla í Garðabæ: Lestrarkveikjur. Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og háskóla ken na ri: Lestra rhesta mót(u n) - Gæðingaskeið, slaktaumatölt og fleiri lestraríþróttir. Silja Aða Istei nsdótti r, ritstjóri var fundarstjóri. Um 140 manns sóttu ráðstefnuna og hefur gestafjöldi aldrei verið neitt í líkingu við þetta í sögu samkomunnar. Var það mál manna að sennilega hefði kreppan eitthvað jákvætt í för með sér þrátt fyrir allt. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur efni fyrirlestranna er bent á wvvw. gerduberg.is SÖGUSTEINN Sögusteinn 2009 Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á íslandi, voru veitt í þriðja sinn á alþjóðlega barnabókadaginn 2. apríl. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti Kristínu Helgu Gunnarsdóttur verðlaunin við fjölmenna athöfn í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. í umsögn valnefndar segir meðal annars: „Á þessum tólf árum sem rithöfundarferill Kristínar Helgu spannar hefur hún skrifað hátt á annan tug bóka, að minnsta kosti eina á ári og stundum tvær. Oft hafa mikil afköst vera talin skerða gæðin: að rithöfundur gefi sér ekki tíma til að vanda til verka. Kristín Helga hefur margsannað að það er bara goðsögn. Binna, Hekla, Mói hrekkjusvín, Silfurberg- þríburarnir, og síðast en ekki síst Fíasól, eru persónur sem barnið í okkar húsi og barnabarnið í næsta húsi hafa alist upp með, svipað og eldri kynslóðin á íslandi í dag ólst upp með Línu Langsokk og Önnu í Grænuhlíð. Mjög sennilega munu þau tala um Ffusól með sérstakan glampa í augunum eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. í Ffusól hefur Kristín Helga skapað persónu sem er íslensk, sjálfstæð, skapandi og frumleg en um leið afar trúverðug. Undirliggjandi boðskapur bóka Kristínar Helgu er krafa um að hugsa sjálfstætt og að vera góð og heilsteypt manneskja, en þessi boðskapur kemur hvergi fram á of opinskáan hátt. Kristín Helga hefur eingöngu skrifað barnabækur og hún hefur sannað að góður barnabókahöfundur getur skipað sér í fremstu röð íslenskra rithöfunda." Ouðlaug Richter

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.