Börn og menning - 01.04.2009, Síða 33

Börn og menning - 01.04.2009, Síða 33
Barnabókaverðlaun 2009 33 Draugaslóð tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2009 Félag fagfólks á skólasöfnum hefur tilnefnt bókina Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2009. Norrænu barnabókaverðlaunin eru veitt af Nordisk skolebibliotekarforening, norrænum samtökum skólasafnskennara. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1985 en sú breyting hefur orðið á að nú eru þau peningaverðlaun og veitt annað hvert ár. Dómnefndin er skipuð fulltrúum allra Norðurlandanna og verðlaunin verða afhent á ráðstefnu Nordisk skolebibliotekarforening í Finnlandi næsta haust. Fyrsta bók Kristínar Helgu, Elsku besta Blnna mín, kom út árið 1997 og síðan hefur komið út eftir hana fjöldi barnabóka. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir bækur sínar; Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 2001 fyrir bókina Mól hrekkjusvín, Vorvinda, viðurkenningu IBBY á íslandi fyrir bókina Strandanornir og á haustdögum 2008 fékk hún Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Draugaslóð. Auk þess hefur Kristín Helga fjórum sinnum fengið Bókaverðlaun barnanna en þar eru það bækurnar um Fíusól sem notið hafa mestra vinsælda lesenda. Draugaslóð kom út hjá Máli og menningu árið 2007. Hún segir frá hinum þrettán ára Eyvindi Þórusyni sem býr með ömmu sinni í gömlum bústað við Elliðavatn. Örlögin leiða Eyvind upp á öræfi þar sem hann fetar dularfulla draugaslóð á vettvangi Fjalla-Eyvindar og Reynistaðarbræðra. Inn í söguna fléttast síðan örlög tveggja skoskra bræðra sem um margt eiga sér hliðstæður í frásögnum af Reynistaðarbræðrum. Inn í söguþráðinn spinnur Kristín Helga íslenskar þjóðsögur, örnefni og frásagnir af löngu liðnum atburðum, íslensk náttúra og íslenskur sagnaarfur svífur yfir vötnunum f Draugaslóð. Norrænu barnabókaverðlaunin hafa fjórum sinnum komið í hlut íslenskra höfunda. Árið 1992 hlaut Guðrún Helgadóttir þau, 2003 Kristín Steinsdóttir, 2005 Ragnheiður Gestsdóttir og 2007 Brynhildur Þórarinsdóttir.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.