Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 5
Frá ritstýrum 5 Vorhefti Barna og menningar árið 2011 er nú komið út og undirritaðar eru býsna sáttar við afraksturinn. Blaðið ber sterkan svip af mannlifinu í Múmíndal því þrjár af greinunum fjalla um viðkunnanlegu verurnar sem Tove Jansson bjó til og veröld þeirra. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við Háskóla Islands, skrifar grein með yfirskriftina Múmínálfarnir og hamskiptin, Erna Erlingsdóttir, íslenskufræðingur, skrifar um smásagnasafnið Seint í nóvemberog Sirke Happonen, kennari við háskólann í Helsinki, fjallar um dansinn í múmínálfabókunum en þess má geta að hún varði fyrir nokkrum árum doktorsritgerð um múmínálfabækurnar. Sirke var fyrirlesari á barna- og unglingabókmenntahátíðinni Myndir úti í mýri, sem haldin var í Norræna húsinu í fyrra og það var einnig Elina Druker, kennari við Stokkhólmsháskóla og doktor í mynd- og textatengslum í norrænum barnabókum. Elina fjallar í þessu blaði um nýlega strauma, og þá sérstaklega áhrif tölvugrafíkur, I myndskreytingum sænskra barnabóka. Ýmislegt annað tengt bók- menntum og barnaleikhúsi má að vanda einnig finna í blaðinu, sem vonandi vekur áhuga og hugnast lesendum. Með þessu blaði kveður Þórdís Gísladóttir sem hefur ritstýrt Börnum og menningu frá 2006. Frá og með haustinu tekur Helga Ferdinandsdóttir við ritstjórninni. Þórdís þakkar lesendum fyrir sig og býður Helgu velkomna, en hún var aðstoðarritstýra þessa blaðs. Að lokum óskum við öllum lesendum gleðilegs sumars og sólríkra daga. Þórdis Gisladóttir og Helga Ferdinandsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.