Börn og menning - 01.04.2011, Page 17
Dansað í Múmindal
eru margar svipaðar lýsingar á hreyfingum í
snöggum takti. ( inngangsmynd að sögunni
sem ber nafn hennar hleypur Fillífjonkan
með útrétta arma, úfið hár og pilsaþyt.
Veiðistöng Snúðs og állinn sem er á
önglinum fljúga f boga yfir stöðugri mynd
hans sjálfs og í smásögunni „Granen" æða
verur í jólaös áfram með hreyfingum sem
eru dæmigerðar fyrir nútímadans. ( skissum
að myndskreytingunum eru myndir með
hreyfingum oft enn líflegri, með grófgerðum
línum sem skarast þvers og kruss.
Vinnuaðferðir Tove Jansson voru að því leyti
sérstakar að hún gerði margar útgáfur og
valdi síðan þá sem henni fannst best.2
Skissurnar fyrir myndskreytingar
múmínálfabókanna innihalda meiri hreyfingar
en lokaútgáfurnar. ÞaðerljóstaðToveJansson
hefur ákveðið að birta myndir með rólegra
yfirbragði. Stundum virðist markmiðið hafa
verið jafnvægi milli texta og myndar. Þannig
lýkur til dæmis Vetrarundrum í Múmíndal
með teikningu þar sem Múmínsnáðinn situr
efst í baðhúströppunum og horfir út í bláinn.
Upphaflega teikningin, sem Tove Jansson
ætlaði að hafa þarna, sýnir aðra útgáfu, af
hlaupandi Múmínálfi en hann er búið að
krota yfir. Aftur á móti segir í textanum frá
hreyfingu, hvatvíslegum spretti alla leið að
tröppum baðhússins.
Og þegar enginn sá lengur til hans,
tók hann á rás. Hann hentist gegnum
snjóbráðina með sólina í bakið, hann
þaut eins og sending bara af því að
hann var svo yfir sig hamingjusamur
og hugsði ekki um nokkurn skapaðan
hlut. (Vetrarundur í Múmíndal 1969
s. 127-128)
( múmínálfabókunum á Morrinn þyngstu
og mest titrandi hreyfingamynstrið. Þar
sem ekki sést í bol verunnar og fætur
eru hreyfingarnar erfiðar eða ómögulegar
2 Bréf Tove Jansson til greinarhöfundar í janúar 2000.
Áhrifin af hreyfingum á myndunum í smásagnasafninu
eru i ætt við myndlýsingarnar i Hobbitanum. Bækurnar
komu báðar út árið 1962.
3 Hér er vert að benda á að í islenskri þýðingu
Steinunnar Briem á múmínátfabókunum er Morrinn
karlkyns.
og þess vegna ótvíræðar: Dansandi fjall
sem breikkar ofan frá og niður. Morrinn
dansar aðeins í einni bókanna, Eyjunni hans
Múminpabba, þar sem dansinum er einungis
lýst með orðum. f upphafi sömu bókar sýnir
Tove Jansson hana hins vegar í annarri
kröftugri hreyfingu. Það er túlkunarspurning
hvort Morrinn sigli áfram eða hvort hún3
fljúgi; myndin er mjög lítil en áhrifamikil engu
að síður. ( þessari bók frelsar Tove Jansson
Morann, sem áður hafði bara liðið áfram
en fær nú að hreyfa sig með fjölbreytilegri
hætti. Sönnun fyrir orkunni í hreyfingunni og
kyrrstöðunni ásamt því hvernig þessi hugtök
tengjast er einmitt að Morrinn byrjar að
dansa og að Morri sem dansar muni aldrei
sjást framar í múmínálfabók.
Höfundur er kennari við Háskólann í
Helsinki.
t
f
Heimildir:
Happonen, Sirke, Vilijonkka ikkunassa: Tove
Janssonin muumiteosten kuva, sana ja liike,
Helsinki, 2007 ("The Fillyjonk at the Window:
Images, Words and the Depiction of Movement in
Tove Jansson's Moomin Books").
Jansson, Lars, Moomin and the Comet, 1958.
Jansson, Tove, Kometjakten, Helsingfors, 1946.
Jansson, Tove, Mumintrollet och jordens
undergáng, 1947^18.
Jansson, Tove, Comet in Moominland, þýðing
Elizabeth Portch, London, 1951.
Jansson, Tove, Mumintrollet pá kometjakt,
Norrköping, 1956.
Jansson, Tove, Trollvinter, Helsingfors, 1957.
Jansson, Tove, Pappan och havet, Helsingfors,
1965.
Jansson, Tove, Kometen kommer, Helsingfors,
1968.
Jansson, Tove, Sent i november, Helsingfors,
1970.
Jansson, Tove, Meddelande. Smásögur í úrvali
(Noveller i urval) 1971-1997, Stockholm, 1998.
Jansson, Tove, skreytingar og skopteikningar I
tímaritinu Garm, Helsingfors.
Sendak, Maurice, "The Shape of Music",
Caldecott & Co. Notes on Books & Pictures, New
York,
1988 [1964], s. 3-9 (först publicerad i Book
Week, The Sunday Herald Tribune, Novemberl,
1964).
Tolkien, J.R.R., Bilbo - En hobbits áventyr,
myndskreytt af Tove Jansson, þýðing Britt G.
Hallqvist, 1962.
Óprentaðar heimildir:
Jansson, Tove, 1919-1920. Teikningar og
myndskreytingar úr bernsku og frá némsárum. Úr
einkasafni.
Tove Janssons skissur og myndskreytingar, Ábo
Akademi, handritadeild.
Tove Janssons skissur að múmínmyndskreytingum.
Listasafnið í Tampere. Múmíndals-safnið.
Greinin er þýdd eftir sænskri þýðingu
Janinu Orlof og birtist í ritinu /
litteraturens underland. Ritstj.: Maria
Andersson, Elina Druker og Kristin
Hallberg. Útg. Makadam í Stokkhólmi og
Gautaborg, 2011.
íslensk þýðing: Þórdís Gísladóttir.
Þar sem við á er vitnað í þýðingar
Steinunnar Briem á bókunum um
múmínálfana.
Dr. Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson fær
þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar.