Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 18
Elina Druker
Breidd stíls og tækni í sænskum mynda-
bókum samtímans mætti líta á sem einkenni
á listgrein sem fer ört stækkandi. Þróunin er
að sumu leyti tengd tækniframförum á sviði
tölvugrafíkur á síðastliðnum fimmtán árum.
Ein helsta nýbreytnin er að blanda saman
þáttum úr ólíkum áttum stafrænt, og svo
að endurheimta og endurvinna sjónræna
stíla og áhrif. En samsíða hinni stafrænu
þróun - og mögulega einnig sem andsvar
við henni - er mikill áhugi á hefðbundnum
aðferðum og hefðum í myndskreytingum.
Leikur með hefðbundna tækni er
undirstöðuatriði í bók Lisen Adbáges Kurt
och Kio vill ha koja (2009). Sagan sjálf er
einföld og látlaus. Aðalpersónurnar, vinirnir
tveir Kurt og Kio, sjá að strákarnir í næsta
húsi hafa byggt sér hús uppi í tré. Kurt og Kio
vilja einnig eignast tréhús en þá vantar tré til
að byggja í og fara því að leita að fullkomnum
stað undir húsið. Þeir kanna skóginn,
göturnar og garðinn, ströndina, rýmið undir
stiganum og inní söluturni, en enginn af
þessum stöðum virðist sá rétti. Þó að texti
Adbáge sé bæði stuttur og án málalenginga
eru myndirnar í bókinni málaðar skærum
litum með ofgnótt skrautlegra smáatriða.
Þó að þær líti út eins og samklipp (collage),
þá eru myndskreytingarnar málaðar mjög
nákvæmlega, með smáum pensli og aðallega
notast við vatnsliti og lítið eitt af gvasslitum
og þynntri akrílmálningu.
Sú tækni, sem er notuð í mynd-
skreytingunum, hefur mjög mikið að segja
um stemmninguna sem skapast og það er
augljóst í senunni þegar Kurt og Kio rannsaka
skóginníleitaðmögulegumbyggingasvæðum
fyrir tréhúsið sitt. Skógurinn hefur yfirleitt
mikilvægu hlutverki að gegna I sænskum
ævintýrum og barnabókum, þar sem John
Bauer og Elsa Beskow eru áhrifavaldar í
myndskreytingum. Honum er oft lýst sem
ógnvekjandi eða ævintýralegum, en einnig
sem draumkenndum stað. Það er samt á
hreinu að í sögu Adbáge þá er skógurinn
sýndur sem skrítinn og yfirþyrmandi. í
myndinni úrskóginum þekja trén alla síðuna.
Kio virðist hikandi, og andlitssvipurinn lýsir
áhyggjum og ugg. Þetta hik kemur einnig
fram í orðræðu persónanna, sem segja
einfaldlega að það sé „úr of mörgum trjám
að velja". Trjábolirnir eru sýndir sem flöt,
samsíða lóðrétt form í mismunandi litum,
en jörðin er hulin greninálum, maurum
og litlum sveppum. Leikurinn með lóðrétt
munstur trjábolanna minna á myndir Tove
Janssons af skógi í myndabókum eins og
Hur gick det sen? (1952) eða Vem ska
trösta Knyttet? (1960). í myndabókum sínum
kannar Jansson fjarvíddardýpt á ákaflega
módernískan hátt og útfærir hefðbundinna
framsetningu á náttúrunni með óvenjulegum
litum. Með leiksviðslegum fjarvíddum og
lagskiptum myndflötum er storkað hinni
hefðbundnu hugmynd um myndrýmið sem
raunsæislegan spegil veraldarinnar.
Annað dæmi um samspil bókmenntalegra
og listrænna hefða er bók Jöns Mellgrens