Börn og menning - 01.04.2011, Qupperneq 19
Nýlegar stefnur í myndskreytingum sænskra barnabóka
Rufus i underjorden (2010). Sagan er um
Rufus sem syrgir látið gæludýr, eðlu, og er
allt í einu kominn alla leið til Heljar. Ferð hans
í undirheimum - þótt húmorísk og litrík sé -
minnir á ferð Dantes um heima hinna dauðu.
Myndskreytingartæknin, sem einkennist
af áhrifamiklum leiksviðslegum lögum af
myndflötum og formum, minnir einnig á Hur
gick det sen? eftir Tove Jansson. Mellgren
gerir einnig stuttar leikbrúðumyndir þar sem
hann skapar senur með pappírsskúlptúrum
og litlum pappírsbrúðum. Notkun
örsmárra handgerðra pappírsleikmynda
í teiknimyndum hans minnir mikið á
leiksviðslegar myndbyggingar í síðustu bók
hans. Þá þróun að sameina lifandi myndir
og hluti, með stafrænni tækni, má sjá sem
andsvar við sýndarveruleika og áherslunni á
stafrænar aðferðir. í myndskreytingum bæði
Adbáges og Mellgrens er leikur með form
og fleti stór þáttur og býður lesendanum,
barninu, margt sem gleður augað, en skapar
einnig fallega myndfleti. Hin persónulega
og húmoríska úrvinnsla á venjubundinni
framsetningu á náttúrunni vísar til gamalla
hefða í barnabókmenntum en er, á sama
tíma, að þróa þessar hefðir.
Samklippsmyndabókin
Lotta Geffenblad beitir samklippstækni á allt
annan hátt í bók sinni Betty mitt i natten
(2009), sem er saga um kettling sem siglir
um litla tjörn í koppi. Betty, sem hefur
strokið að heiman, er ákaflega svöng en hún
fær engan fisk á veiðistöngina sína, heldur
aðeins rusl og drasl. Myndskreytitækni Lottu
Geffenblad er margslungin og byggist á
notkun auglýsingamynda úr fjölmiðlum og
algengum nytjahlutum. Hún inniheldur bæði
fantasíu og hluti úr daglegu lífi. Ryksuga
frá sjötta áratugnum, leikföng, síður úr
tímaritum og auglýsingar er allt gripið úr
sínu venjulega umhverfi og leitt saman í
myndunum. Umhverfi sögunnar, tjörnin og
þeir kynlegu hlutir sem hefur verið safnað
saman í kringum hana, er nýtt til að mynda
skrautleg og litrlk munstur á síðunni.
Hlutirnir og allskonar annar efniviður eru
útfærðir sem bæði skrautfletir og þrívíð
form. Utan myndskreytinga hefur Geffenblad
aðallega unnið að teiknimyndum, bæði
fyrir kvikmyndahús og sjónvarp, og er
áhugavert að skoða myndræna framsetningu
hennar útfrá því. Þó að Geffenblad beiti
aðferðum skreytilistar með áberandi hætti
þá skapar samklippstækni hennar jafnframt
einkennilegt, tímalaust andrúmsloft. Áhersla
hennar á mjög afmarkað sögusvið leiðir
til ákaflega hnitmiðaðrar og sérstæðrar
sjónrænnar framsetningar sem byggist
að miklu leyti á einfaldleika sögunnar og
spennunni milli mismunandi sjónræns
samhengis.
Áhuginn á samklippi í bók Geffenblads má
sjá sem eina hliðina á tilhneigingu sem nær
víða um heim og má sjá hjá listamönnum
á sviði bókskreytinga á borð við Wolf
Erlbruch, Shaun Tan og hina norsku Stian
Hole og 0yvind Torseter. Áhrif frá grafískum
myndum, auglýsingum og dægurmenningu
eru augljós þó þau komi fram á ólíkan hátt.
Myndirnar sveiflast milli hins hlutræna og hins
óhlutræna, milli fágaðrar listar, teiknimynda
og dægurmenningar, og milli hins almenna
og upplifunar einstaklingsins. Þetta er ný gerð
myndmáls í myndskreytingum fyrir börn. í
hinni finnsk-sænsku myndabók Dunderlunds
básta bokstav (2009) eftir Ása Lind og Sara
Lundberg eða hinni nýlega útgefnu Nu
eller kanske Mu - en kárlekshistoria eftir
Johan Gardfors og Clara Dackenberg, er
samklippstæknin undirstaða myndmálsins.
( síðarnefndu sögunni eru aðalpersónurnar
svo ástfangnar að þær ruglast í því hvor
sé hvor. [ samklippsmyndum Dackenbergs
gefur afstaða hlutanna til kynna hvikulleika
og leikgleði sem kallast á við leiðarstef
bókarinnar, spurningarnar um sjálfið og tilvist
mannsins. Hinn bernski myndskreytingastíll,
sem Dackenberg notar, fangar hið órökrétta
og myndar hliðstæðu við skáldlegan,
margþættan og dálítið duttlungakenndan
textann.
Óþarft er að taka fram að samklipp,
Ijósmyndasamklipp og mismunandi afbrigði
samsetningartækni eiga sér langa hefð í
listum, til dæmis í módernistahreyfingum
á borð við konstrúktívisma eða
súrrealismann, en eru ekki bundin
víð hönnun og myndskreytingu
samtímans. Algeng einkenni á
notkun samklippstækni ( nýlegum
myndabókum eru tilhneiging
til að gera tilraunir með miðilinn,
nýstárlegir þættir í myndbyggingunni
og nýskapandi tæknilausnir. Það er
aftur á móti áhugavert að listrænir
möguleikar stafrænu tækninnar