Börn og menning - 01.04.2011, Page 22

Börn og menning - 01.04.2011, Page 22
Leikhús fyrir lítil börn - og líka þau stærri Löng hefð er orð/'n fyrir leiksýningum fyrir börn, allt frá 2ja-3ja ára aldri og upp úr. Undanfarið hefur leikhúsum í grannlöndunum fjölgað sem setja upp leiksýningar fyrir lítil börn. Með „lítil" á ég ekki aðeins við hressa leikskólakrakka, heldur jafnvel ómálga smábörn, bleyjubörn sem ekki eru farin að stíga í fæturna. í fjórða tölublaði sænska barnamenningartímaritsins Opsis Kalopsis á síðasta ári er fróðieg grein eftir Karin Helander, prófessor í leikhúsfræðum og forstöðumann miðstöðvar barnamenningarrannsókna við Stokkhólmsháskóla, um leiksýningar fyrir allra yngstu áhorfendurna, sýningar sem ætlað er að veita börnunum listræna upplifun alveg án nokkurra beinna uppeldislegra formerkja. Smábarnasýningar [ Noregi var árið 2000 farið af stað með verkefnið „Klangfugl" sem síðan var þróað yfir í Evrópuverkefnið „Glitterbird", þriggja ára samvinnuverkefni hópa frá nokkrum Evrópulöndum um listsköpun fyrir allra yngstu börnin. í Klangfugl-verkefninu fengu sextán listamenn tækifæri til að skapa og miðla list sinni til litlu krakkanna, þar á meðal leiklist, tónlist og dansi og sýningum þar sem þessu öllu var fléttað saman. Þetta þótti takast vel og nú eru nokkur leikhús á Norðurlöndunum með sýningar fyrir lítil börn. Upphaf sýninga fyrir yngstu börnin í Svíþjóð er líklega tilraunasýningin Babydrama, sem sett var upp af leikstjóranum Suzanne Osten og sálgreininum Ann-Sofie Bárány í Unga Klara-leikhúsinu í Stokkhólmi árið 2006. Þar var tekið á móti tólf börnum á aldrinum sex mánaða til eins árs á hverja leiksýningu, en um var að ræða stóra sýningu með sex leikurum, tónlíst og miklu Ijósasjóvi. Þema

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.