Börn og menning - 01.04.2011, Blaðsíða 26
26
Börn og menning
Boð um að skrifa pistil með nafninu
Pabbi les kom á hárréttum tíma. Ég var
þá um nokkra hríð búinn að vera að gera
lestrarfræðilegar tilraunir á miðbarninu,
sex ára strák sem er sjálfur farinn að stauta
sig gegnum bækur en vill samt enn láta lesa
fyrir sig eftir háttur uppi í rúmi. Tilraunirnar
fólust í því prófa gamlar eftirlætisbækur
úr æsku minni á piltinum. Niðurstöðurnar
voru óvæntar en varpa kannski Ijósi hvað
hægt er að bjóða börnum upp á af lesefni.
Hallgrímur J. Ámundason
Mö þýðir halló, Svartnasi og
ævintýrin sem entust ekki
Allmörgum árum fyrr hafði ég gert svipaða
tilraun á frumburðinum, dóttur minni.
Hún hefur þá verið á aldrinum 4-6 ára.
Ég sannreyndi þá að margar vinsælustu
bækurnar úr mínum uppvexti höfðu lítt eða
ekki látið á sjá: Pípuhattur galdrakarlsins,
Bróðir minn Ijónshjarta, Fúsi froskagleypir.
Tove Jansson, Astrid Lindgren og Ole Lund
Kirkegaard slógu sjaldan feilnótu.
Bækurnar sem nú stóð til að reyna á
drengnum voru t.d. bækur Enidar Blytons,
Hughs Loftings og Saint-Exupéry. Þá þegar
höfðu staðist prófanir bækurnar um Snúð
og Snældu, Palla sem var einn ( heiminum,
Stubb, Tralla, Láka, Einar Áskel, Jón Odd og
Jón Bjarna og margar fleiri. Þær hlutu allar
náð fyrir eyrum hins krítíska hlustanda.
Ævintýrabækurnar eftir Blyton eru á
baksíðu kynntar sem vinsælustu barnabækur
sem hafi komið út á íslensku, „enda afburða
skemmtilegar og spennandi". Ævintýraeyjan
reis síður en svo undir öllu lofinu.
Miðbarnið baðst undan frekari lestri
strax eftir um 20 blaðsíður. Þá hafði
lítið gerst annað en að páfagaukur
ruddi út úr sér svívirðingum (sem
hafa kannski þótt særandi um miðja
síðustu öld („Geturðu ekki lokað
dyrunum, flónið þitt?") en enginn
kippir sér upp við núna, allra síst börn).
Myndskreytingarnar höfðu ekki elst
mikið betur.
Litli prinsinn eftir Saint-Exupéry var
uppistaðan í næstu tilraun. Strax eftir
lýsinguna á hattinum sem var ekki hattur
heldur slanga með fíl í maganum fór að halla
undan fæti. Þessi saga er á bls. 1-2. Það kom
semsé fljótt í Ijós að prinsinn lifði á fornri
frægð. Þráðurinn I sögunni reyndist býsna
gisinn þegar maður kynntist henni aftur á
miðjum aldri. Einstaka skondin athugasemd
breytti litlu um það. Þessi bók var ekki kláruð
frekar sú næsta á undan.
Dagfinnur dýralæknir var ein af gömlu
hetjunum. Kall sem skildi dýramál gat
ekki klikkað. Hann gerði það heldur ekki
þótt miðbarnið sýni annars dýraríkinu
takmarkaðan áhuga. Konungsríkið Jolliginki
og rófulausi tvíhöfðinn sáu til þess. Þessi
bók var lesin spjaldanna á millí og kom ekki
að sök þótt næstsíðustu tvær blaðsíðurnar
væru glataðar úr bókinni. Það rifjaðist
líka upp fyrir mér við