Börn og menning - 01.04.2011, Síða 33
IBBY fréttir
33
Hörpuslag sló í gegn
Sögustund 42.000 grunnskólanema í boði IBBY
I tilefni af alþjóðlegum degi barnabókarinnar var ný, íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum
grunnskólum landsins, fimmtudaginn 31. apríl. Sagan var jafnframt lesin á Rás 1 í sömu andrá svo að öll
þjóðin gæti fylgst með. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, skrifaði söguna Hörpuslag fyrir börn á
aldrinum 6-16 ára að beiðni IBBY á íslandi.
Tilgangurinn var að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á
sameiningarmætti skáldskaparins. Þessu frumkvæði var tekið fagnandi og heppnaðist sögustundin svo vel
að líklegt má telja að hún verði endurtekin á næsta ári.
Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður skólasafns Álfhólsskóla í Kópavogi var himinlifandi yfir
sögustundinni. „Það var mjög gaman að vinna á skólasafni í morgun og upplifa algeran samhljóm í öllum
stofum, hvort sem á stundaskrá stóð danska, smíði, textílmennt eða íslenska. Allir sátu og hlustuðu og það
var ekki nokkur sála á göngum skólans. Dásamlegt! Sumir höfðu myrkur í stofunum og þar var hlustað af
athygli; aðrir sátu og punktuðu hjá sér eins og reyndir blaðamenn; nýbúar nýttu tímann til að vinna að sögu
í anda Þankagöngu og skrifuðu ævintýri á tveim tungumálum; einhverfir áttu góða sögustund saman í sófa.
Allir tjáðu sig um söguna og áttu kennarar og nemendur gott og gefandi spjall."