Börn og menning - 2015, Blaðsíða 21

Börn og menning - 2015, Blaðsíða 21
21Fyrirsögn greinarBörn og menning21 Við hittumst á Hallveigarstöðum. Guðrún Lára ritstjóri heilsar og smellir mynd af okkur. Það er alltaf svolítið eins og að svindla að gera það áður en viðtalið er tekið. Og eiginlega hefðum við átt að taka mynd hvor af annarri (eða selfie) því við erum að taka viðtal hvor við aðra. Myndin er tekin úti og Bryndís nýtir tækifærið og fer og kaupir sér súkkulaðiköku. Hildur vinnur á meðan á skrifstofunni sem hún deilir með vinkonum sínum sem skrifa á Druslubækur og doðranta. Við vorum fengnar í þetta verkefni, þar sem ritstjórinn hafði heyrt af því að við hefðum átt góðar samræður um unglingabækur. Við reynum að rifja þær upp en munum lítið til að byrja með. Við byrjum á að tala um rithöfundabransann og að það skorti nýliðun, að „ungir“ höfundar sem eru að detta inn núna séu flestir um þrítugt og þeir eru bara einn og einn. Þórdís Gísladóttir (sem er ein af þeim sem deilir skrifstofu með Hildi) kemur inn. Þórdís er með tvær bækur í ár og okkur er umhugað um að hún nái að skila inn umsókn sinni til listamannalauna. Og minnumst þá þess að konur fái nú aðeins um þriðjung þeirra ritlauna sem veitt eru árlega. Við færum okkur yfir í næsta herbergi. Við hefjum viðtalið formlega inni í fundarherbergi og byrjum á því að tala um af hverju við skrifum unglingabækur. Það er þetta með spurningarnar og svörin. Höfum við kannski sem rithöfundar aldrei velt þessu almennilega fyrir okkur, hvorki spurningunni né svarinu? Eru þeir rithöfundar sem skrifa bækur fyrir fullorðna spurðir að því sama – af hverju þeir skrifi fyrir fullorðna en ekki börn eða unglinga? Í ljós kemur að hvorug okkar ákvað að skrifa unglingabækur. Báðar erum við þá einnig líklegar til að skrifa fyrir annan aldurshóp síðar meir, þegar þannig liggur á okkur. Í raun langar okkur báðar fyrst og fremst til að skrifa skemmtilegar og áhugaverðar bækur. Bækur sem okkur langar sjálfar til að lesa. Við komumst líka að því að við höfum ýmislegt við flokkinn „unglingabækur“ að athuga. Bryndís: Það er kannski svolítið skrýtið að skoða sögur bara út frá aldurshópum. Góðar sögur hljóta að vera annaðhvort skemmtilegar eða áhugaverðar í eðli sínu og það hlýtur að binda fólk saman frekar en að skipta því í hópa. Jafnvel þó svo að húmor sé mismunandi eftir aldurshópum – og mismunandi hópar ganga í gegnum mismunandi þroskaskeið – þá eru húmorinn og þessi þroskaskeið engu að síður áhugaverð fyrir nánast alla, hvort sem lesandinn sé á þeim stað í lífinu akkúrat núna eða hafi verið það áður. Við höfum áhuga á húmor og Að skapa lesendur framtíðar? Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir spjalla um unglingabækur, aldursskiptingu og (ó)samkeppni.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.