Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 1
ISSN 1023-2672 2. tbl. 38. árg. – Apríl 2020 Meðal efnis í þessu blaði: Ný stjórn Ættfræðifélagsins Guðfinna Ragnarsdóttir: Helga og Páll Minningarreitur um Árna Vigfús Árnason Tryggvi Gíslason: Jóhanna Sveinsdóttir kona á 19du öld Magnús Grímsson: Upplýsingastefnan og Magnús Stephensen Guðfinna Ragnarsdóttir: Reynsla og erfðir Spænska veikin 1918 Ársskýrsla Ættfræðifélagsins fyrir árið 2019 Ársreikningar félags- ins fyrir árið 2019 O. fl. Grundarstóllinn. Skyldi Helga Aradóttir Jónssonar Arasonar biskups, kona Staðarhóls-Páls, hafa setið í þessum stól? Já, það má telja nokkuð víst, en hún var, eftir aftöku föður síns, alin upp hjá Þórunni föðursystur sinni á Grund í Eyjafirði, en stóllinn prýddi kirkjuna þar. Stóllinn mun hafa verið einn þriggja stóla sem Þórunn lét smíða. Í dag eru tveir þeirra varðveittir, annar á Íslandi og hinn í Danmörku. Þessi stóll er merktur Þórunni, en hinn er talinn hafa verið í eigu Ara, föður Helgu. Stólana smíðaði Benedikt Narfason um 1540. Um Helgu, Staðarhóls- Pál og Þórunni á Grund má lesa í þessu Fréttabréfi. Ljósmynd Þjóðminjasafn www.ætt.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.