Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is „Þarna kom Súlan og beygði yfir bæinn. Botnía fer í kvöld.“ Þannig orti Tómas Guðmundsson forðum um gufuskipið Botníu sem sigldi reglulega með farþega og varning milli Íslands og Danmerkur á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Þegar Botnía renndi inn í höfnina þriðjudaginn 19. október 1918 bar hún þó með sér annan og óvæntari farm en nokkurn gæti grunað- spænsku veikina-, sem á för sinni um heiminn lagði milli 50 og 100 milljónir manna í gröfina á árunum 1918-1919. Aðeins hálfum mánuði eftir komu Botníu var veikin orðin útbreidd í Reykjavík og það tók hana ekki nema mánuð að leggja allan bæinn undir sig. 3. nóvember var fyrsta dauðsfallið auglýst: Sólveig Vigfúsdóttir, ung kona frá Eystri-Skógum undir Eyjafjöllum, sem fékk skæða lungnabólgu og dó eftir rúman sólarhring. Miðvikudaginn 6. nóvember er talið að þriðjungur Reykvíkinga hafi legið veikur. Hámarkinu var náð um miðjan nóvember, mán- uði eftir að veikin barst til landsins. Þá voru um 300 af 15 000 íbúum bæjarins látnir. Þá hættu líka blöðin að koma út sökum veikinda starfsmanna. Sagt var að þar sem þrjátíu manns hefðu komið til vinnu á laug- ardagsmorgni hefðu aðeins tvær eða þrjár hræður látið sá sig á mánudagsmorgni. Þann 11. nóvember kl. 11 fyrir hádegi var samið um vopnahlé í fyrri heimstyrj- öldinni, en fáir Íslendingar veittu því athygli eða létu sig það miklu skipta. Þann dag munu tveir af hverjum þrem bæjarbúum hafa legið í rúminu. Svo mjög hafði ástandið versnað á fáeinum dögum. Æ fleiri létu lífið og ekki bætti úr skák að kuldakast gekk þá yfir landið. Ástandið í húsnæðismálum var mjög slæmt og þess voru dæmi að allt að tólf manns hírðust í einni herbergiskytru og rakir og dimmir kjall- arar voru fullir af fólki. Þetta fólk varð spænsku veik- inni auðveld bráð, þótt veikin færi ekki að öðru leyti í manngreinarálit. Til þess var meira að segja tekið að sára fáir dóu í Bjarnaborg og Suðurpól þar sem fátæk- asta fólkið bjó. Víða var þó aðkoman hræðileg, þar sem fárveikt fólk var aðframkomið af sjúkdómnum, kulda og jafn- vel hungri, þar sem enginn hafði komist að heiman til að leita hjálpar. Á einum stað lágu tvö óvita smábörn uppi í rúmi hjá látinni móður sinni en í öðru rúmi í sama herbergi lá faðirinn í óráði. Sumir sjúklingar sem fluttir voru á sjúkrahús voru helkaldir á höndum og fótum upp að hnjám, þótt þeir væru með fjörutíu stiga hita. Thor Jensen sendi fátækum og veikum mat heim og hélt úti almenningseldhúsi á eigin kostnað. Togari Kveldúlfs, sem einnig var í eigu Thors, var sendur á veiðar og síðan var aflanum ekið heim til þeirra sem þess þurftu með. Þegar verst lét var Reykjavík líkust draugabæ. Veikin breiddist út á Suðurlandi, Vesturlandi og vestfjörðum. Þar dóu um 200 manns úr veikinni. Hún lagðist mjög þungt á íbúa margra þéttbýliskjarna á suðvesturhorninu, t.d. veiktust 63% íbúa Reykjavíkur. Dánarhlutfallið var um 2,6% til 2,8% sem var svipað og hjá öðrum vestrænum þjóðum. Veikin kom harðast niður á ungu fólki, 20-40 ára, ungum börnum og öldr- uðum, einnig barnshafandi konum, en meðal þeirra var dánartíðnin 37%. Dagblöðin voru full af dánar- tilkynningum. Fyrsta bylgja innflúensunnar hafði borist til Íslands í júlí 1918 en þá voru einkennin væg. Þeir sem veikt- ust þá virtust fá mótefni gegn þeirri flensu sem kom um haustið. Læknar töldu til að byrja með ekkert hægt að gera til þess að stöðva útbreiðslu veikinnar um haustið, töldu hana fara hægt og vera væga, eins og fyrri bylgjan í júlí hafði verið. En þegar menn lögðust í hrönnum var farið að snúa vörn í sókn. Í Reykjavík var bæði Menntaskólanum og Iðnskólanum lokað og Norður- og Austurland voru sett í sóttkví með lokun á Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sólheimasandi. Aðeins voru tvö sjúkrahús í Reykjavík, franski spítalinn við Lindargötu og St. Jósepsspítali í Landakoti, og þess vegna var Barnaskóla Reykjavíkur Spænska veikin 1918 Dánartillkynningar úr blaði 1918.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.