Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 2
2http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
aett@aett.is
Útgefandi:
© Ættfræðifélagið
Ármúla 19, 108 Reykjavík.
= 588-2450
Veffang: http://www.ætt.is/
Netfang: aett@aett.is
Kennitala: 610174-1599
Reikningsnúmer: 0536-26-8050
Ritnefnd Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
= 848-5208
Magnús Grímsson
= 899-8831
Ritstjóri Fréttabréfs:
Guðfinna Ragnarsdóttir
Laugateigi 4, 105 Reykjavík
= 848-5208
gudfinnamr@gmail.com
Ábyrgðarmaður:
Benedikt Jónsson
for mað ur Ætt fræði fé lags ins
Prófarkalestur:
Magnús Grímsson
Umbrot:
Þórgunnur Sigurjónsdóttir
Efni sem óskast birt í blaðinu
berist ritstjóra á rafrænu formi
(tölvupóstur/viðhengi)
Prentun: GuðjónÓ
***
Fréttabréf Ættfræði-
félagsins er prentað í 450
eintökum og sent öllum
skuldlausum félögum. Verð
í lausasölu er 800 kr. Allt
efni sem skrifað er undir
nafni er birt á ábyrgð
höfundar. Annað er á
ábyrgð ritstjórnar.
Nýkjörin stjórn Ættfræðifélagsins:
Frá vinstri: Kristinn Kristjánsson, Áslaug Herdís Úlfsdóttir, (Guðfinna
Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfsins), Björn Jónsson, Eiríkur Þór Einarsson,
Benedikt Jónsson og Helga Margrét Reinhardsdóttir. Á myndina vantar Önnu
Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ljósmynd Arnbjörn Jóhannesson
Ný stjórn Ættfræðifélagsins
Ný stjórn Ættfræðifélagsins var kosin á aðalfundinum í febrúar s.l. Hana
skipa Benedikt Jónsson formaður, Eiríkur Þór Einarsson varaformaður,
Björn Jónsson ritari, Helga Margrét Reinhardsdóttir gjaldkeri, Anna Guðrún
Hafsteinsdóttir, Áslaug Herdís Úlfsdóttir og Kristinn Kristjánsson.
Hafa skal það heldur er sannara reynist!
Til ritstjórnar
Ég rak augun í það þegar ég fletti fréttabréfinu sem barst mér í dag,
að orðið kútter væri dregið af nafni togarans Coot, sem var fyrsti tog-
ari Íslendinga og kom til landsins 1902. En það er einhver misskiln-
ingur. Íslensk orðsifjabók segir: kúttari k. (19. öld), kútter k. (19.
öld) ‘skúta, seglskip af sérstakri gerð’. To. úr d. kutter < e. cutter,
af cut ‘skera’, eiginl. ‘sá sem sker sjóinn’, sbr. e. clipper ‘hraðskreið
skúta’, af e. clip ‘sníða, skera, klippa’.
Á slóðinni timarit.is finnst orðið kútter fyrst í blaðinu Ísafold 1887,
þrisvar sinnum, en það er 25 árum áður en Coot kom til landsins.
Því er alveg ljóst að einhver hefur misskilið eitthvað. En annars,
takk fyrir blaðið. Það er alltaf fullt af áhugaverðu efni og ég tek hverju
tölublaði fagnandi.
Með kveðju,
Magnús Ó. Ingvarsson
Ritstjóri þakkar Magnúsi ábendinguna og leiðréttinguna og góð
orð í garð Fréttabréfsins sem einu sinni var undir hans stjórn. Og að
sjálfsögðu viljum við eins og Ari fróði forðum hafa það heldur er sann-
ara reynist.