Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is5 Ragnheiður á rauðum sokkum rekur hesta enga vill hún utan presta auðnarlín sig láta festa. Ekki varð hún þó prestsfrú, en giftist einum helsta höfðingja norðanlands. Hún er talin ættmóð- ir Svalbarðsættarinnar síðari. Þrír synir þeirra hjóna voru sýslumenn, þeir Staðarhóls-Páll, maður Helgu, Sigurður á Reynistað og Magnús sem kallaður var „prúði“. Þótt Magnús væri kallaður hinn „prúði“ var hann harður í horn að taka eins og bræður hans og lítið gef- inn fyrir að láta hlut sinn. Sonur hans var Ari sýslumað- ur í Ögri sem frægur er fyrir Spánverjavígin 1615. Páli var ungum komið til mennta í Munkaþverárklaustri og varð hann jafnvígur á inn- lend og útlend fræði. Hann mun helst hafa num- ið latínu, sagnafróðleik og lög og þótti allra manna kænstur í að beita lagakrókum. Það kom sér vel þeg- ar Þorleifur afi Helgu lést en þá létu þeir mágarnir Páll og Ormur Sturluson, maður Þóru, systur Helgu, greipar sópa um eigur hans. Páll auðgaðist þá mjög og átti þó miklar eignir fyrir. Um Pál er sagt að hann hafi verið einn af sérkenni- legustu og stórbrotnustu valdamönnum Íslands. Hann þótti snemma ágjarn og frekur til fjárins og leitaðist við að eignast fleiri og fleiri jarðir. Strax og hann hafði lokið námi var hann svo ríkur að með ólíkind- um mátti telja. Heimasætan á Grund Það var því ekki undarlegt að Páll skyldi líta ungu heimasætuna á Grund hýru auga. Í henni sameinaðist allt: æska, fegurð, ættgöfði og auður. Flestir voru sammála um að hún væri besti kvenkostur norðan heiða. Ekki var það heldur verra að henni leist líka afar vel á hann. En unga daman var klók, eins og hún átti kyn til, og lét athuga fyrir sig hvort þessi ungi piltur væri henni nú samboðinn. Svo reyndist vera. En þar með var ekki björninn unninn því afi gamli, Þorleifur, sem var giftingarmaður hennar og hafði öll ráð dótturdóttur sinnar í hendi sér, klókur og lífs- reyndur, sagði þvert nei. Hvort gamli maðurinn hefur gert sér grein fyr- ir því að Páll, þótt gáfaður væri og vel ættaður og menntaður, væri skapmikill og maður stórra orða og athafna, duttlungafullur, kenjóttur og með óþjála lund, veit enginn lengur, en ekki er það ótrúlegt. Inn í þetta blandaðist líka, eins og svo oft, peninga- og erfðamál, en Þorleifur hafði til vörslu erfðafé dótturdætra sinna Helgu og Þóru Aradætra og þráaðist við að láta það af hendi. Fengu þær ekki fé sitt fyrr en eftir lögmanns- dóm mörgum árum síðar. Ástarljóð Páll lét dæma föðursystkin Helgu, þau Þórunni á Grund og séra Sigurð, til að beita sér fyrir því að Þorleifur samþykkti ráðahaginn, ella mætti Þórunn ein gefa Páli stúlkuna að ráði góðra manna. Eftir tveggja ára þrotlausa „baráttu“ náði unga parið loks saman og Páll vann fullan sigur í bónorðsmálinu. Frá formsatriðunum var gengið all snarlega. Það reyndi Páll að nýta sér, þegar hann löngu seinna barðist við að losna úr hjónabandinu. Það reyndist honum jafn erfitt og að komast í það. Hann sagði þá að aldrei hefði verið lýst með þeim hjónunum og kaup, festing og hjónavígsla hefði allt verið drifið af sama daginn, en kaupmálabréf þeirra Helgu var gert í janúarmánuði 1558. Páll hafði haft sínar aðferðir við að nálgast stúlk- una sína á Grund, og orti til hennar ljúf ástarljóð. Eg leit í einum garði yfrið fagurt blóm, hvar engan mann þess varði; eg svo þangað kóm. Einatt á mig starði auðs fyrir fagran róm sú lystug liljan fróm. Hún var svo hýr að líta sem hermi eg ungri frá, rétt sem rósin hvíta eða renni blóð í snjá. Enga yfrið nýta eg með augum sá aðra vænni en þá. „Blæjubríminn“ Hver fellur ekki fyrir slíku ljóði? enda var Páll eitt besta skáld þjóðarinnar á sínum tíma og mælskumað- ur mikill. Brúðkaup þeirra var haldið með pomp og prakt hjá Þórunni á Grund og menn voru sammála um Þessi mikli eikarskápur, með útskornum mannamynd- um, er úr búi Staðarhóls-Páls. Hann þjónar nú sem alt- ari í Staðarhólskirkju.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.