Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is að þá hefðu þau Páll og Helga unnast heitt og höfðu þau þá lengi beðið þess að geta gengið í eina sæng. Að kveldi gengu þau hjónin til rekkju sinnar og sagt var að þau hefðu unnast með ærslum. Þaðan risu þau ekki næstu fimm eða sex vikurnar og þótti mönnum nóg um „blæjubrímann“. Þekktist ekkert sambærilegt. Heldur varð þó stutt í ástum þeirra hjónanna og ekki leið á löngu áður en fullur fjandskapur gerðist með þeim. Páll var skapstór og vildi hvergi vægja, en Helga enginn skapbætir bónda síns. Ekki bætti úr skák að hún var duttlungafull, drambsöm og einráð, sjálfsagt fordekruð frá æsku. „Þeim hjónum lynti mjög illa saman“, segir Espólín. Þau voru bæði talin úr hófi ágjörn og frek og þegar í harðbakka sló, orti Páll til konu sinnar eða um hana og það voru sannarlega engin ástarljóð, eins og eftirfarandi lítil vísa sýnir: Lítið er lunga í lóuþrælsunga. Mjög er þó minna mannvitið kvinna. Gaf allt Ekki var þó ástæða til þess að frýja Helgu vits því hún var skynsöm og kraftmikil kona þótt honum fyndist hún þrætugjörn, þrjósk og óhlýðin. Og auðvitað var hún stórlynd og ráðrík eins og hún átti kyn til. Það sem fór sérstaklega í taugarnar á Páli var þegar Helga ráðskaðist með eigur þær sem hún hafði komið með í búið, seldi þær eða gaf, en það gerði hún oft án hans vitundar. Sagðist hann til dæmis aldrei mundu hafa gifst henni ef hann hefði vitað að hún hefði gefið þrjár jarðir hálfar á laun daginn áður en hann gekk til kaups við hana. Þó var nokkuð ljóst að eignir hennar höfðu frá upphafi verið mun meiri en hans. Hún hefði, sagði Páll síðar, gefið allt, bæði ætt og óætt, leynt og ljóst eftir að þau bundu hjúskap sinn. Þar sem Páll var með eindæmum fégráðugur maður, var hann einnig æfur yfir því að Helga skyldi hindra hann í að leggja fram kærur vegna arfs eftir Þórunni á Grund, föðursystur hennar og Helgu Sigurðardóttur móður hennar, ekkju Jóns Arasonar biskups. Þrjóska hans og ágengni lýsir sér vel í því að hann átti oft í deilum og lögsóknum og sigldi níu sinnum til að tala fyrir málum sínum við konung og ráðgjafa hans. Drykkjuskapur Páls En það sem olli þó trúlega mestum vandræðum í hjónabandi þeirra Páls og Helgu, var drykkjuskapur Páls, sem var bæði mikill og tíður. Þá varð hann orð- ljótur, skömmóttur og gífuryrtur og mjög sérkenni- legur í háttum, einkum síðari hluta ævinnar. Þegar hann var drukkinn vandaði hann heldur ekki konu sinni kveðjurnar: Illa konu eg eiga hlaut alskjaldan verður á angri bót. Verra dýr eg veit ei snart en vonda konu af illri art. Þótt maðurinn deyi, er mannorð eftir mikinn part. Þau hjónin höfðu byrjað sinn búskap á Eyrarlandi í Eyjafirði, fluttu síðan að Einarsstöðum í Reykjadal. en um 1562, fjórum árum eftir brúðkaupið, fluttu þau að Staðarhóli þar sem þau bjuggu í átta ár. Staðarhóll var ein rósin í hnappagati Páls. Hún var mjög verðmæt og gjöful af landsins gæðum og við hana er Páll jafnan kenndur. Um Staðarhól hafði verið deilt í áratugi, en afabróðir hans hafði gefið Skálholti jörð- ina með vissum skilyrðum, sem hann svo ekki upp- fyllti. Ragnheiður „á rauðum sokkum“, móðir Páls, var bróðurdóttir gefandans og barðist Páll sonur hennar lengi fyrir jörðinni og náði henni að lokum, eftir mikið þref, árið 1554, þótt hann byggi síðar og mun lengur á Reykhólum á Barðaströnd en þangað fluttu þau hjónin 1570. Þá var Halldóra móðir Helgu nýlátin. Trúlega hefur Helgu þótt erfitt að flytja frá sínum æskustöðvum þótt hún byggi við alsnægtir á þeirra tíma vísu. Þórunn frænka hennar og fóstra var víðs Meðal margra góðra gripa í eigu Staðarhóls-Páls og Helgu, er þessi eikarskápur, þýskur að uppruna, útskor- inn og skreyttur. Ekki er ótrúlegt að hann hafi haft að geyma margt góðra gripa.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.