Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 18
18http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is Það kom mér meira en lítið á óvart að heyra Kára Stefánsson lýsa því yfir að margt benti til þess að við erfðum reynslu forfeðranna! Ja, öðruvísi mér áður brá. Hvort eða hvenær það verður sannað veit ég ekki, en ég fór auðvitað að hugsa minn gang og um mínar erfðir, ættuð að hálfu vestan af Breiðafirði og úr Hrútafirðinum, þar sem sjórinn bæði gaf og tók, kynslóð fram af kynslóð. Langalangafi minn Ólafur Björnsson bóndi á Hlaðhamri, Kollsá og víðar, missti fjögur barnanna sinna í sjóinn, tvö í einu, dóttur og son um tvítugt. Þau voru að koma frá Drangsnesi úr verinu og hurfu í hafið ásamt tveim öðrum ungum mönnum. Um þenn- an missi orti hann langalangafi minn um sextíu erinda erfiljóð þar sem hann segir m.a. Nokkur strá mig stinga finn stríði háu svarinn. Sveif það á nær systkinin sukku í bláan marinn. Satt skal greina blika brár bana kvein í spjóti. Tvö í einu svöðusár sjást á fleinanjóti. Síðan horfði hann á gamals aldri á eftir þriðja barninu sínu, honum Birni langafa mínum, ofan í Hvammsfjörðinn, við Hvítabjarnarey, meðan Agnes langamma mín, gekk með fimmtánda barnið þeirra. Þá orti hann, lífsreyndur og gamall: Um of ei trega tjáir hér tímanleg sú reynsla finnst. Þetta vegur okkar er allra þegar varir minnst. Týndist í hafi Síðar átti Breiðafjörðurinn trúlega líka eftir að gleypa Guðmund afabróður minn á Melum og svo Valgeir bróður hans, ásamt tveim ungum frændum mínum, í ofsaveðri sem brast á í desember 1935, aleigu Sigríðar á Ytrafelli, konu Valgeirs, sem á að hafa sagt: Nú hef ég ekkert að gráta lengur. Enn nær mér hjó svo dauðinn, þegar Magnús, bróð- ir mömmu minnar, drukknaði á Hvammsfirði, aðeins tvítugur, ásamt þrem öðrum á sama aldri. Hann var reyndar ekki fæddur þegar faðir hans, Guðfinnur afi Guðfinna Ragnarsdóttir: Reynsla og erfðir minn, týndist í hafi árið 1898, þá gekk Sigurbjörg amma mín með hann. Þá var afi á skipinu Önnu Soffíu, sem lenti í ofsaveðri og rak langleiðina til Grænlands, svo langt að þeir sáu fjöllin á Grænlandi. Allt brotnaði ofan af skipinu og afi á að hafa sagt: „það fer það sem meira er.“ Sem betur varð það nú ekki. Þeir voru lengi taldir af, og Sigurbjörgu ömmu mína, sem var Breiðfirðingur aftur í aldir, átti að senda norður í Hrútafjörð á fæðingarhrepp afa míns, ásamt tveim ungum dætrum sínum, Ósk og Agnesi. Sem betur fer skilaði skip afa sér heim, en þá hafði Agnesi, á öðru ári, verið komið í fóstur til frændfólks síns að Kjarlaksstöðum og þaðan kom hún ekki aftur til dval- ar hjá foreldrum sínum. Svo hafði Soffía Gestsdóttir í Arnarbæli, uppeldissystir ömmu og frænka, boðist til að taka litla nýfædda drenginn. Hann kom heldur aldrei aftur í faðm móður sinnar og föður. Sorgin Slík sorg lifir með foreldrunum alla tíð, og allri þess- ari sorg kynntist ég gegnum ömmu mína, móður mína og systkini hennar sem sögðu okkur yngri kynslóð- inni frá þessu öllu og skráðu þessar frásagnir skil- merkilega. Ég held meira að segja að það hafi ver- ið mínar fyrstu ættfræðipælingar og rakningar að skrá og athuga öll fimmtán börnin sem hún Agnes langamma mín hafði átt með Birni manni sínum sem drukknaði við Hvítabjarnarey. Ég man líka að ég las, með ákefð, frásögn Agnesar, systur mömmu, á við- brögðum Agnesar ömmu hennar og nöfnu, en hún hafði ráðist á Hallgrím bónda á Staðarfelli, sem átti og ofhlóð bátinn sem Björn langafi var á, lamið hann á brjóstið með krepptum hnefum, yfirkomin af sorg, og heimtaði manninn sinn lifandi aftur. Mér fannst líka ótrúlega áhugavert að heimsækja Björn, yngsta son Björns langafa og Agnesar, sem fæddist sjö og hálfum mánuði eftir að faðir hans Agnes, langamma mín, missti manninn sinn, hann Björn, langafa minn, þegar hún gekk með fimm- tánda barnið þeirra. Yfirkomin af sorg heimtaði hún mann- inn sinn lifandi til baka af Hallgrími bónda á Staðarfelli sem átti og hafði of- hlaðið bátinn.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.