Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 10
10http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is Eiríkur Þór Einarsson, varaformaður Ætt- fræðifélagsins, hefur í nokkur ár heimsótt og skráð minnismerki/minningarmörk af ýmsu tagi, víðs vegar um Ísland, en þau skipta tugum ef ekki hundruðum. Ekki eru öll jafn þekkt. Rétt austan við Reykjanesbrautina, sunnan við Vogaafleggjarann er minnisvarði sem lætur lítið yfir sér. Minnisvarðinn eða minningarreiturinn er um Árna Vigfús Árnason gildismeistara sem fórst í bíl- slysi 16. okt. 1991. Minnisvarðinn er reistur af St. Georgsgildinu í Keflavík. Eftirfarandi staðreyndir eru fengnar úr minning- argrein um Árna Vigfús eftir Pálma B. Aðalbergsson sem birtist í Morgunblaðinu 25. okt. 1991: Árni Vigfús Árnason var fæddur 19. janúar 1942 í Keflavík. Faðir hans var Árni Bjarnmundur Árnason, sjómaður í Keflavík, f. 4. maí 1919, d. 11. janúar 1972, sonur Árna Vigfúsar Magnússonar, bátasmiðs í Veghúsum, Keflavík, sem fæddur var á Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd 27. júlí 1884, d. 7. maí 1959, og konu hans Bjarnhildar Helgu Halldórsdóttur, f. 25. ágúst 1885 á Vatnsnesi við Keflavík, d. 29. mars 1950. Móðir Árna var Þuríður Halldórsdóttir, f. 29. maí 1920 á Hallsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu, d. 6. febr. 2011. Faðir hennar var Halldór Guðbrandsson á Hallstöðum, f. 18. maí 1889, d. 9. júní 1939, son- ur Guðbrands Jónssonar, f. 3. nóvember 1852, d. 9. október 1931 og konu hans Kristínar Sigríðar Halldórsdóttur frá Níp. Árni var elstur fimm syst- kina sem eru auk hans Sigríður, Magnús, Birgir og Bjarnhildur. Árni varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum í Keflavík og stundaði síðan nám í húsasmíði við Iðnskólann. Hann hóf störf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli árið 1962 og starfaði þar óslit- ið síðan. Síðustu árin starfaði hann sem verkstjóri á efnis lager varnarliðsins. Árni Vigfús kvæntist 23. ágúst 1963 eftirlifandi eiginkonu sinni, Matthildi Ingibjörgu Óskarsdóttur frá Hvammstanga, f. 24. september 1943. Þau eign- uðust fjórar dætur sem eru Anna Pálína, sjúkraliði, gift Karli Einari Óskarssyni, stýrimanni, Þuríður, húsmóðir, gift Rúnari Helgasyni, slökkviliðsmanni, Kolbrún, gift Jóhanni Bjarka Ragnarssyni, pípulagn- ingarmanni, þau búa í Svíþjóð og Árný Hildur, en hún lést árið 2007. Árni tók þátt í starfi Rauða kross Íslands og var Minningarreitur um Árna Vigfús Árnason formaður Keflavíkurdeildarinnar frá 1983-1984, en þá var stofnuð Suðurnesjadeild RKÍ. Hann var for- maður þeirrar deildar til 1986. Hann átti ávallt sæti í blóðsöfnunar- og neyðarnefnd. Hann gekk í björgun- ar sveitina Stakk 1973 og var í varastjórn sveitarinnar frá 1977-1982. Árni gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stéttar- félag sitt, Verkstjórafélag Suðurnesja og sat þar í stjórn frá 1970-1980, þar af sem formaður 1972- 1975. Þá sat hann í stjórn Verkstjórasambands Íslands frá 1973-1981. Þrátt fyrir að Árni væri ekki skáti var starf hans fyrir skátahreyfinguna mikils metið og árið 1984 hlaut hann „Borgarliljuna“, en það er æðsta heiðurs- merki sem skátar veita aðilum utan hreyfingarinnar. Árni gekk í St. Georgsgildið árið 1985 og var þar m.a. gildismeistari. Árni gekk í Frímúrararegluna 1978 og var félagi í stúkunni Sindra í Keflavík. Starfaði hann mikið að málefnum frímúrara. Kirkjan var alla tíð mikið áhugamál Árna og átti hann sæti í sóknarnefnd og tók sæti formanns nefndar- innar 1991. Árni Vigfús Árnason lést í bílslysi á Reykjanesbraut 16. október 1991. Árgjaldið Ákveðið var, í sparnaðarskyni, að hætta að senda gíróseðla til félaga Ættfræðifélagsins. Flestir greiða sem áður í heimabanka, en þeir sem ekki eru með slíka þjónustu eru beðnir um að greiða í banka. Árgjaldið er óbreytt frá fyrra ári 5900 kr. Kennitala Ættfræðifélagsins er 610174-1599 og reikningsnúmerið er 0536-26-8050 Stjórnin

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.