Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
aett@aett.is
Upplýsingarstefnan var evrópsk hugmyndafræði
sem einkenndi marga þætti þjóðlífs á 18. öld
og átti uppruna sinn í Englandi og Frakklandi.
Heimspekingurinn John Locke og ensku náttúru-
vísindamennirnir Francis Bacon og Isaac Newton
svo og hinn franski René Decartes voru helstu
upphafsmenn stefnunnar. Þeir sem einkum voru
kyndilberar upplýsingarstefnunnar á 18. öldinni
voru Montesquieu, Voltaire og Rousseau svo og
höfundar stóru frönsku Alfræðiorðabókarinnar
sem kom út á árunum 1761-72.
Það sem einkenndi hugmyndafræði upplýsing-
arstefnunnar var efahyggja og gagnrýni á viðteknar
hugmyndir og opinber sannindi, ekki síst kirkjunnar.
Í staðinn kom rík trú á mannlega skynsemi og áhersla
á almenna fræðslu og menntun sem leiða myndi af
sér auknar framfarir, andlegt frelsi, félagslegt réttlæti
og mannúð.
Þrjár byltingar
Hugmyndin var að allir menn væru fæddir jafnir og
frjálsir frá náttúrunnar hendi. Þjóðfélagið væri fyr-
irkomulag sem væri til að gæta sameiginlegra hags-
muna. Upplýsingarmenn voru því á móti algjöru
einveldi, töldu að í stað þess ætti að koma „menntað
einveldi“ þar sem einvaldurinn væri þjónn þegnanna;
þingbundin konungsstjórn, eða (þeir sem róttækastir
voru) lýðveldi. Ríkisvaldið skyldi greinast í þrjá þætti
sem væru óháðir hver öðrum: löggjafarvald, fram-
kvæmdavald og dómsvald. Aðalhlutverk ríkisvalds
ætti að vera að tryggja líf, frelsi og eignir þegnanna,
jafnrétti fyrir lögum, trúfrelsi, tjáningar- og prent-
frelsi. Síðan fylgdi krafa um mildari refsingar.
Þrjár meiriháttar byltingar má segja að hafi orð-
ið á vesturlöndum sem tengdust hugmyndafræði upp-
lýsingarstefnunnar eða vegna áhrifa frá henni: enska
byltingin 1688 þegar þingið setti konungsvaldinu í
Englandi miklar skorður, bandaríska byltingin 1786,
þegar stofnað var lýðveldi og franska byltingin 1789,
er borgarastéttin reis gegn forréttindum aðals, kon-
ungs og kirkju.
Meiri upplýsing
Hafa verður í huga að upplýsingarmenn voru mis-
róttækir og þegar rætt var um mannréttindi, lýðveldi
Magnús Grímsson:
Upplýsingarstefnan og
Magnús Stephensen
o.s.frv. voru það hjá mörgum þeirra einkum hvítir
karlmenn af Evrópukyni- og helst sæmilega stæðir
sem voru „jafnari“ en aðrir. Því hvað sem líður vilj-
anum til að breyta mannfélaginu til bóta, þá er hver
og einn að einhverju marki barn síns tíma, og tímarn-
ir sem menn lifa á hefta suma meira en aðra. Rauði
þráður flestra upplýsingarmanna var þó: meiri upp-
lýsing, meiri áhrif almennings.
Upplýsingarstefnan var meira alþjóðleg en þjóðleg
og blandaðist sumsstaðar að nokkru ríkjandi stefnum
í hagfræði, t.d. kameralisma og búauðgisstefnu.
Til Íslands bárust áhrif upplýsingarinn-
ar frá Danmörku nærri miðri 18. öld og birtust í
Innréttingunum, viðreisnartillögum Landsnefndar
1770 og í áherslum á aukna fræðslu í hagnýtum efn-
um og í almennri menntun. Um 1800 þokaði upplýs-
ingarstefnan erlendis að nokkru leyti fyrir rómantísku
stefnunni með meiri áherslu á þjóðernishyggju, ein-
staklingshyggju, listir og tilfinningar.
Forkólfarnir
Á Íslandi má segja að upplýsingin hafi byrj-
að heldur seinna og staðið nokkuð lengur en víða í
nágrannalöndunum og tíminn frá um 1770 til 1830 er
gjarnan nefndur upplýsingaröld á Íslandi.
Meðal þekktra Íslendinga sem boðuðu þessa hug-
myndafræði voru Jón Eiríksson konferensráð, Hannes
Finnsson Skálholtsbiskup, Eggert Ólafsson skáld,
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Ólafur Ólafsson
Olavíus, Magnús Ketilsson sýslumaður- og ekki
síst Magnús Stephensen dómstjóri með meiru, sem
hér verður frá sagt, og er að miklu leyti byggt á bók
Gunnars Karlssonar Horfnir tímar.
Magnús fæddist á Leirá í Borgarfirði í desember
1762, þar sem foreldrar hans bjuggu; bæði af embætt-
is- og efnamönnum komin: amtmannsdóttirin Sigríður
Magnúsdóttir Gíslasonar og Ólafur Stefánsson (stund-
um skrifaður Stephensen) varalögmaður og síðar
stiftamtmaður. Magnús flutti með foreldrum sínum
að Bessastöðum á Álftanesi á fjórða ári.
Ólafur hélt heimiliskennara fyrir syni sína og var
Magnús óvenju bráðger og námfús. Fimmtán ára fór
hann til náms í Skálholti og lauk þaðan stúdentsprófi
1779. Næstu tvo vetur dvaldi hann hjá Hannesi bisk-
upi í Skálholti við ýmislegt nám sem nýttist hon-
um vel, enda var biskup einn fjölmenntaðasti mað-
ur landsins á þeirri tíð. 1781 sigldi Magnús til náms í