Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 22
22http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is Ársskýrsla Ættfræðifélagsins fyrir árið 2019 Ættfræðifélagið var stofnað 22. febrúar 1945 og er því nýorðið 75 ára. Starfsemi félagsins var með hefð- bundnu sniði á síðastliðnu ári, líkt og undanfarin ár. Félagið hélt síðast aðalfund fimmtudaginn 28. febrúar 2019 í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Samkvæmt lögum félagsins áttu þeir Benedikt Jónsson, Eiríkur Þór Einarsson og Hörður Einarsson að ganga úr stjórn, en allir gáfu þeir kost á sér áfram. Tillaga um endurkjör þeirra var samþykkt. Stjórn Ættfræðifélagsins ásamt varamönnum á 75. starfsári var því þannig skipuð: Benedikt Jónsson formaður, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Arnbjörn Jóhannesson, Áslaug Herdís Úlfsdóttir, Eiríkur Þór Einarsson, Hörður Einarsson og Kristinn Kristjánsson. Olgeir Möller, sem hefur verið skoðunarmaður reikninga félagsins um margra ára skeið, óskaði eftir að draga sig í hlé. Í hans stað var kosinn Ágúst Jónatansson og kemur hann til liðs við Ólaf Pálsson, sem hefur verið skoðunarmaður reikninga félagsins um árabil. Á stjórnarfundi 6. mars 2019 skipti stjórnin með sér verkum þannig að Eiríkur Þ. Einarsson var kjörinn varaformaður, Arnbjörn Jóhannesson ritari, Kristinn Kristjánsson gjaldkeri og Áslaug Herdís Úlfsdóttir meðstjórnandi. Varamenn í stjórn voru þau Anna Guðrún Hafsteinsdóttir og Hörður Einarsson. Í félagsstarfinu hefur megináhersla verið lögð á félagsfundi og útgáfu fréttabréfs. Félagsfundir Félagsfundir hafa verið haldnir í Viðey, fund- arsal Þjóðskjalasafnsins. Það hafa verið sterk tengsl milli Ættfræðifélagsins og Þjóðskjalasafnsins, allt frá því félagið var stofnað fyrir rúmum 75 árum. Ættfræðifélagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með safninu, einkum útgáfu manntala, og alltaf mætt þar einstökum velvilja og vonum við að svo verði áfram. Fimmtudaginn 31. janúar 2019 flutti Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands, erindi um voveiflegt andlát sveitarómagans Páls Júlíusar Pálssonar, sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903. Orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins hefðu farið illa með hann og sá sýslumað- urinn á Kirkjubæjarklaustri sig knúinn til þess að kanna málið frekar. Á marsfundi flutti Guðfinna Ragnarsdóttir er- indi um Ófeig Jónsson á Heiðarbæ í Þingvallasveit, ættir hans og lífshlaup. Ófeigur lagði gjörva hönd á margt og var eftirsóttur rokkasmiður og málari. Hann byggði kirkjur, smíðaði altari og predikunarstóla og málaði altaristöflur. Fimmtudaginn 11. apríl 2019 fjallaði Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og starfsmað- ur Þjóðskjalasafns Íslands um búskap hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Rannveigar Vigfúsdóttur í kotinu Hamarshúsum í Borgarhreppi í Mýrasýslu í lok 19. aldar og sagði frá ættslóð þeirra. Heiðar Lind er afkomandi þeirra hjóna. Haldið var í hina árlegu vorgöngu laugardag- inn 18. maí 2019. Að þessu sinni var gengið um Skólavörðuholt og Skólavörðustíg og sagan rak- in allt frá ísöld til okkar daga. Ýmislegt var í sigt- inu: beitarhúsin frá Arnarhóli, landmælingastólpinn, Skólavarðan, Steinkudys, kartöflugarðarnir, bragg- arnir, háborgin, Guðjón Samúelsson, Hnitbjörg, Hringur Jóhannesson, Tobbukot, Einar Benediktsson, Tugthúsið, Ekkjukassinn og Snússa. Leiðsögumaður var Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Á septemberfundi fjallaði Jón Torfi Arason sagn- fræðingur um hugmyndaheim 18. aldar fræðimanns- ins Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Dalasýslu, eins og hann birtist, annars vegar í erlendum bókakosti hans og hins vegar í álitsgerð um viðreisn Íslands, sem hann samdi og sendi Landsnefndinni fyrir árið 1771. Í október flutti Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræð- ingur erindi um gjörningaveðrið í Hrísey og afa sinn Galdra-Villa, Vilhjálm Einarsson bónda á Bakka í Svarfaðardal. Um tvítugt var hann sjómaður í Eyjafirði og var talinn hafa valdið gjörningaveðri sem skall á í Hrísey 11. september 1884. Veðrið laskaði eða eyðilagði 33 síldarskip Norðmanna. Hefðbundinn nóvemberfundur færðist til 12. desember 2019. Þá flutti Þórður Sveinsson lögfræð- ingur og sviðsstjóri úttekta hjá Persónuvernd er- indi um vinnslu persónuupplýsinga í þágu ættfræði og fór m.a. yfir þróun persónuverndarlöggjafar frá Evrópuráðssamningi árið 1981 og fyrstu íslensku persónuverndarlöggjöfinni til núgildandi laga um persónuvernd. Allir fyrirlesararnir gáfu framlag sitt og kann Ættfræðifélagið þeim miklar þakkir fyrir. Útgáfa Fréttabréfsins Fréttabréf Ættfræðifélagsins var undir styrkri ritstjórn Guðfinnu Ragnarsdóttur, sem hefur séð um blaðið með miklum sóma mörg undanfarin ár. Þórgunnur Sigurjónsdóttir sá um umbrot og fórst það vel úr hendi. Fréttabréfið er megin tenging margra félags-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.