Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 http://www.ætt.is aett@aett.is21 (Miðbæjarskólanum) breytt í sjúkrahús, eða sjúkraskýli eins og það var kallað. Veikin fór eins og logi yfir akur um öll Norðurlöndin og lagði þúsundir manna í gröfina. Sama gilti um önnur Evrópulönd og fyrr en varði var inflúensan orðin að heimsfaraldri. Slíkir faraldrar ganga yfir heimsbyggðina tvisvar til þrisvar á öld. Asíuflensan kom 1957, og Hong Kong flensan 1968. Af þessum heimsfaröldrum var faraldurinn 1918 lang skæðast- ur og margir telja hann mannskæðasta faraldur allra tíma. Nýlegar rannsóknir benda til þess að veirustofn- inn 1918 hafi borist frá fuglum í menn. Upprunaland faraldursins 1918 var ekki Spánn, þótt hann væri kenndur við Spán hér á Íslandi og víð- ar. Menn hallast helst að því að hann hafi átt upptök sín í Kansas í Ameríku. Samantekt; Guðfinna Ragnarsdóttir Einkenni spænsku veikinnar – lungnabólga og sýklasótt Lýsingar Þórðar Thoroddsen læknis á ástandinu í Reykjavík í spænsku veikinni Í spænsku veikinni urðu óvenju margir alvarlega veikir eins og Þórður Thoroddsen skrifaði um í Læknablaðinu árið 1919: Að því er sjálfa veikina snertir, var hún mjög einkennileg og að mörgu leyti alt öðruvísi en þær inflúensusóttir, sem áður hafa gengið og eg hefi séð. Eg var alvanur við að sjá í fyrri sóttum barkakvef og hálsbólgur, lungnakvef og lungnabólgur, bæði bronco-pneumoníur og krúpösar, eyrnabólgur, taugaverki, uppköst og niðurgang, konur hafa misst fangs og sumir orðið hálf brjálaðir um tíma. En svo þungt lungnakvef, svo tíðar lungnabólgur sem í þess- ari sótt hefi eg aldrei séð. Og þessar blæðingar. Blóðið streymdi ekki að- eins úr nösum, stundum óstöðvandi, heldur og upp úr lungum, niður úr þörmum, upp úr maga og gegn- um þvagrásina. Lungnabólgan kom þótt menn lægju kyrrir í rúmunum og gættu allrar varúðar. Og þótt lungnabólgan rénaði, fór hjartað að ólmast, hræðsla greip menn og kvíði, þyngsli komu og andarteppa, menn bólgnuðu í andliti, á höndum og fótum og köfn- uðu að lokum. Og svo eftir alt saman urðu líkin helblá. Þetta er það, sem gerði þessa inflúensusótt svo ein- kennilega og ægilegri en aðrar inflúensusóttir, sem eg hefi séð. Og að hér hafi verið um mikla septiska eitrun að ræða, samfara inflúensunni, tel eg efalaust. Blæðingarnar og hjartaveiklunin benda til þess. Segja má að þessi knappa lýsing Þórðar sé ein besta innlenda heimildin sem fyrir finnst um alvarleg einkenni spænsku veikinnar. Hér að ofan telur hann upp 1) Lungnasýkingar sem eru bráðar, stundum ágengar og alvarlegar. 2) Blæðingar sem koma frá lungum, meltingar- og þvagfærum. 3) Hann getur þess að algengt hafi verið að sjúklingar létust vegna önd- unarbilunar og urðu líkin helblá. 4) Hann gerir einnig „septiska eitrun“ að umtalsefni, en þar er hann að vísa til einkenna blóðeitrunar, eða svonefndrar sýklasótt- ar sem lýsir sér gjarnan með háum hita, meðvitund- arskerðingu og lostástandi. Smælki Myrkfælni Eiríkur bóndi á Sólheimum í Ytrihrepp í Árnessýslu var mjög myrkfælinn. Þess vegna þurfti oft að fylgja honum milli bæja, ef hann var á ferð þegar dimmt var orðið. Einhverju sinni kom Eiríkur til Jóns bónda á Galtafelli sem einnig var mjög myrkfælinn og dvaldist þar fram í rökkur. Þá þorði hann ekki að fara einn heim svo Jón fylgdi honum á leið. Þegar þeir voru komnir heim undir bæ á Sólheimum var orðið dimmt og þá þorði Jón með engu móti að ríða einn heim svo Eiríkur fylgdi honum til baka. Gekk þetta svo á víxl, að þeir fylgdu hvor öðrum og treystu sér ekki til að skilja. Að lokum fór Jón með Eiríki heim að Sólheimum og gisti þar það sem eftir lifði nætur. Jón bóndi á Galtafelli var fað- ir Einars Jónssonar myndhöggvara. (Skyggnir eftir Guðna Jónsson) Markaglöggur örn Fyrir nokkrum árum kvartaði Agnar Guðjónsson, bóndi á Harastöðum á Fellsströnd, yfir því að örn- inn tæki mörg lömb hjá honum á hverju sumri, og gengu sögur um að Agnar beitti ýmsum brögðum til þess að koma erninum fyrir kattarnef. Aðrir bænd- ur á svæðinu kvörtuðu ekki yfir erninum og var þá farið að ræða um að örninn, sem rændi lömbum Agnars, hlyti að vera mjög markaglöggur! Beint á höggstokkinn Feðgin frá Iðu í Biskupstungum voru send á högg- stokkinn árið 1761 fyrir að eiga barn saman. Bóndinn, sem var á sjötugs aldri, hafði átt sautj- án börn með konu sinni og verið þrjátíu og eitt ár í hjónabandi, en barnsmóðurina, dótturina, átti hann fyrir hjónaband.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.