Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is17
Kaupmannahöfn en áður hafði hann trúlofast Guðrúnu
Vigfúsdóttur sýslumanns Scheving. Þau voru þre-
menningar og giftust er hann var heim kominn. Var
það algengt meðal Stefánunga að fólk giftist innan
ættarinnar – ættarstolt og vilji til að halda eignum
innan ættar eða fjölskyldu gat hafa ráðið þar miklu.
Rak prentsmiðju
Í Hafnarháskóla lagði Magnús fyrst stund á ýmis
fræði, tungumál, náttúruvísindi og tónlist í frístund-
um. Hann hóf svo lögfræðinám að ráði föður síns en
hafði reyndar sjálfur meiri hug á að lesa guðfræði.
Haustið 1783 sendu stjórnvöld hann til Íslands sem
fylgdarmann með dönskum vísindamanni til að rann-
saka Skaftárelda. Varð hann þá vitni að þeim miklu
hörmungum sem gengu yfir Íslendinga.
Kominn aftur til Hafnar, fékk hann jafnhliða námi
ritaraembætti í dönsku stjórnarskrifstofunum. Einnig
gaf hann út bók um Skaftárelda og afleiðingar þeirra.
Vegna þessara starfa og ferðalaga tafðist hann frá námi
en lauk svo lögfræðiprófi vorið 1788 með mjög góð-
um vitnisburði. Þau hjónin hófu svo búskap á Leirá og
sama ár varð hann lögmaður norðanlands og vestan.
Þegar Alþingi var lagt niður og stofnaður
Landsyfirréttur árið 1800 var Magnús helsti ráðamað-
ur þar um. Hann varð dómstjóri Landsyfirréttar og
gegndi því starfi til æviloka. Þau Guðrún fluttu síðar
að Innra-Hólmi við Akranes og enn síðar til Viðeyjar,
þar sem Magnús lést árið 1833. Hans mun lengst
verða minnst fyrir margvísleg afskipti af menningar-
málum. Hann stofnaði Hið íslenska landsuppfræð-
ingarfélag árið 1794, keypti Hrappseyjarprentsmiðju
og lét setja hana upp í Leirárgörðum. 1799 var prent-
smiðjan á Hólum í Hjaltadal lögð niður og samein-
uð Leirárgarðaprentsmiðjunni. Hún var síðast rekin í
Viðey þar sem hún var meðan Magnús lifði.
Gaf út bækur
Magnús var nánast einráður í bókaútgáfu á Íslandi í
fjóra áratugi. Mikil nýjung var er hann hóf að gefa
út efni sem sérstaklega var ætlað börnum og alþýðu;
þetta var ýmiss konar blanda af fræðslu og skemmti-
efni – og fylgdi því vænn skammtur af siðaprédik-
unum. Nefna má Sumargjöf handa börnum 1795 og
Kvöldvökurnar 1794.
Svo kölluð fjölmiðlaflóra var afar fátækleg á þess-
um tíma en hann bætti þar mjög úr, gaf lengi út mikið
lesin tímarit, Minnisverð tíðindi og Klausturpóstinn
sem var fjölbreytt að efni. Magnús gaf út mörg rit
guðfræðilegs eðlis og fetaði þar nýjar brautir, ritaði í
anda upplýsingarguðfræði þar sem reynt var að sam-
eina guðstrú, röklega hugsun og skynsemi. Það sem
hneykslaði marga Íslendinga mest var að hann vildi
helst sleppa djöflinum og helvíti úr ritum sínum.
Ein þekktasta bók Magnúsar var sálmabókin sem
fékk uppnefnið Leirgerður, kennd við Leirárgarða og
leirburðinn sem sumum þótti vera í bókinni. Margir
gagnrýndu bókina hart, höfundur hafði breytt sálmum
annarra án leyfis þeirra og í henni voru margir sálmar
illa kveðnir og illa þýddir, eftir Magnús.
Móti endurreisn Alþingis
Þótt Magnús væri mikilvirkur útgefandi voru honum
stundum mislagðar hendur. Hann var mjög einráður
og líklega ekki mikið skáld. Þegar hann gekkst fyr-
ir því að afnema Alþingi, og stofna þess í stað lands-
yfirrétt, vakti það reiði margra, en þegar hér var kom-
ið sögu var Alþingi aðeins svipur hjá sjón og starfaði
næstum eingöngu sem dómstóll.
Sem upplýsingarmaður stefndi hann að nýrri fram-
tíð, en hugði minna að fortíðinni, gaf t.d. nær engin
fornrit út. Dómarinn Magnús Stephensen vildi líka í
anda upplýsingarinnar dæma til mildari refsinga en
hefðbundið var og átti í deilum við meðdómara sína
um það. Hann skrifaði í blað sitt til varnar hugmynd-
um sínum og hvatti til mannúðlegrar meðferðar á
sakborningum.
Þó hann væri hlyntur auknu frelsi og lýðræði,
eins og í Frakklandi, Bretlandi og Ameríku, gilti
annað þegar kom að málefnum Íslendinga. Þá vildi
hann hvergi annars staðar vera en undir einveld-
isstjórn Danakonungs. Þótt honum væri annt um
íslenskt þjóðerni og ræktaði íslenska menningu, með
bókaútgáfu sinni, þá náðu þær tilfinningar aldrei inn á
svið stjórnmálanna, Hann lagðist eindregið gegn hug-
myndum um endurreisn Alþingis. Þannig lauk þessi
mikli boðberi framfara ævinni sem hægfara íhalds-
maður í íslenskum stjórnmálum.
Heimildir
Horfnir tímar Gunnar Karlsson
Íslandssaga Bergsteinn Jónsson og Björn Þorsteinsson
Magnús bjó og rak
prentsmiðju í Viðey og
gaf út bækur og tímarit
almenningi til fróðleiks
og skemmtunar. Tímarit
hans Minnisverð tíðindi
og Klausturpósturinn
voru víðlesin.
Magnús Stephensen
var einn helsti boðberi
Upplýsingar-
stefnunnar á Íslandi.
Hann hafði margvísleg
afskipti af menningar-
málum þjóðar sinnar,
var hlyntur auknu
frelsi og lýðræði, en
kaus samt að vera
undir einveldisstjórn
Danakonungs.