Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 4
4http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020 aett@aett.is hennar og nafna Brynjólfsdóttir í Skálholti hefði bet- ur haft eitthvað af baráttuvilja og skapi langömmu sinnar Helgu. Eftir að faðir Helgu var hálshöggvinn ólst hún upp hjá Þórunni föðursystur sinni á Grund. Ekki fær hún fögur ummæli frá þeirri vist því hún er sögð uppivöðslusöm, og ódæl og mjög skapmikil. Þeir eigin leikar áttu eftir að fylgja henni langa ævi - bæði til góðs og ills. Sú saga er einnig sögð að þeg- ar hún, ung og ástfangin, eftir mikla baráttu, fékk að eiga vonbiðilinn Pál Jónsson og flutti frá Grund, hafi heimilisfólkið þar fagnað! Þorleifur móðurafi hennar fylgdist alla tíð vel með dótturdóttur sinni sem oft mun hafa komið í heimsókn til hans að Möðruvöllum. Ljót saga um óheiðarleika Helgu, sem þá var á táningsaldri, er sögð þar sem hún læddist í kistu afa síns og bæði stal og eyðilagði verðmæt skjöl. Sólveigu, seinni konu Þorleifs, tókst að bjarga Helgu fyrir horn þegar gamli maðurinn fann ekki skjölin sín. Þórunn á Grund Þórunn föðursystir Helgu á Grund var kvenskörung- ur, stórbrotin, kraftmikil og auðug. Hún var eins kon- ar kirkjuhöfðingi á Grund og gaf bræðrum sínum lítt eftir í baráttunni gegn siðaskiptunum. Hún var mjög handgengin föður sínum og þótti lík honum og sagt er að þegar Jón biskup var leiddur á höggstokkinn hafi hann beðið fyrir kveðju til Þórunnar sonar síns og séra Sigurðar dóttur sinnar. Margir telja að það hafi verið Þórunn sem lagði á ráðin um aðförina að Kristjáni skrifara á Suðurnesjum, en það var hann sem kvað upp dauðadóminn yfir Jóni biskupi og sonum hans. Það var átján vetra sveinn Þórunnar á Grund sem lagði hann spjóti undir járn- treyjuna, upp í smáþarmana, og varð það Kristjáni að bana. Þórunn var þrígift og mátti, eins og Helga síðar, berjast fyrir að fá að giftast þriðja eiginmanni sín- um, Þorsteini Guðmundssyni frá Felli í Kollafirði. En bæði faðir hennar og bræður höfðu lagt stein í götu þeirra. Ofríki karlanna í ættinni átti reyndar eftir að fylgja henni fram á grafarbakkann henni til mikils ama. Hún eignaðist son, Ísleif að nafni, með Rafni, fyrsta manni sínum, en missti hann ungan. Ekkert barn átti hún með næsta manni, Ísleifi Sigurðssyni sýslumanni. Hann var höfðingi og skartmaður mikill, en gat ekki börn við konu sinni. Þórunn lét þá kveða eftirfarandi vísu til manns síns í vikivaka. Í Eyjafirði upp á Grund, á þann garðinn fríða, þar hefir bóndi búið um stund, sem barn kann ekki að smíða. Þórunn lifði alla eiginmenn sína. Á sjötugsaldri vildi hún fá þann fjórða, ungan sóknarprest á Grund. Festar fóru fram og kaupmáli var gerður, en þá sagði Sigurður bróðir hennar stopp og tók af henni ráðin. Staðarhóls-Páll Á sama tíma og Helga spratt upp, eins og fífill í túni, á Grund, gilti það sama um ungan pilt að nafni Páll Jónsson, á Svalbarði á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Hann var kominn af einni göfugustu ætt landsins, Svalbarðsættinni. Faðir hans var Jón „ríki“ Magnússon lögréttumaður og bóndi á Svalbarði og móðir hans var „Ragnheiður á rauðum sokkum“, en hún var komin af ætt Lofts ríka Guttormssonar. Einnig hún er formóðir mín í 12. lið. Ekki er vitað hvers vegna Ragnheiður fékk þetta viðurnefni, en um hana var ortur þessi kviðlingur þegar hún var ung og ógift: Þessar tvær útskornu mannamyndir eru á skáp Staðarhóls-Páls. Þær munu tákna húsmóðurina og húsbóndann, þau Helgu og Pál, sem horfast á yfir skápinn þveran.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.