Fréttabréf Ættfræðifélagsins - apr. 2020, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2020
http://www.ætt.is aett@aett.is9
og Magnús Björnssynir, bróðursynir hennar, létu að
lokum svifta hana fjárforræði. Varð hún við það skap-
stirð og erfið viðfangs.
Hún lést 1593, fimm árum á undan Páli. Hafði hún
þá búið um hríð hjá Magnúsi og ausið yfir hann þung-
um ákærum og fordæmingum. Og sú gamla var ekki
dauð úr öllum æðum, því hún reyndi að bera fé á lög-
manninn til þess að fá dómnum hnekkt. Ekki varð
henni þó kápan úr því klæðinu.
Lýkur hér samantekt minni um líf þessara litríku
forfeðra minna og ættmenna þeirra.
Heimildir
Íslands þúsund ár kvæðasafn 1300-1800, Páll Eggert
Ólason 1947
Íslensk bókmenntasaga 874-1960, Stefán Einarsson
Öldin sextánda 1551-1600, Jón Helgason tók saman,
Iðunn 1981
Staðarhóls-Páll, Þjóðvilinn Jólablað 24. 12. 1954,
Hallfreður Örn Eiríksson
Illa konu eiga hlut, Jón Guðnason, Fálkinn 4. tbl 30.
01. 1963
Íslandssaga eftir E. J. Stardal, Reykjavík 1976
Íslandssaga til okkar daga, Björn Þorsteinsson og
Bergsteinn Jónsson, Reykjavík 1991
Samband við miðaldir, Gunnar Karlsson, Reykjavík
1992
Wikipedia
Íslendingabók
Espólín
Vissir þú?
☛ að árið 1771 voru níu helgidagar; hátíðisdagar
og messudagar, teknir af? Þeir þóttu ekki eiga
sér stað í heilagri skrift. Alþýðu og mörgum
prestum þótti mjög fyrir þessari breytingu.
☛ að hreindýr voru fyrst flutt til Íslands árið
1771 frá Finnmörk í Noregi? Þau voru um
fjórtán að tölu. Þrem árum síðar var að-
eins ein kýr eftir. 1777 var þrjátíu hreindýr-
um sleppt við Hafnarfjörð og leituðu þau öll
til fjalla. Sagnir eru um að Nesjavalla-Grímur
og Ófeigur Jónsson málari á Heiðarbæ í
Þingvallasveit hafi nýtt þessi dýr í búskapnum
og mun þessi stofn hafa lifað fram um 1930.
Árið 1784 voru þrjátíu og fimm dýr flutt með
skipi til Eyjafjarðar og sleppt í Vaðlaheiðina.
Þau voru gjöf frá íslenskum presti í Finnmörk.
Dýrin voru friðuð fyrstu tíu árin eftir komuna
og þung viðurlög við því að fella þau. Það var
svo árið 1787 að þrjátíu kúm og fimm törf-
um var sleppt á land í Múlasýslu og munu þau
hafa lifað og mynda þann stofn sem hér er nú.
Smælki
Stígvél
Það var á stríðsárunum síðari að breski herinn hafði
birgðastöð á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Þar gátu
bændur fengið keyptar ýmsar vörur og út spurðist
að þar fengist skótau, sem gerði mönnum kleift að
ganga um votlendi án þess að blotna í fætur, fyrir-
bæri sem á íslensku kallaðist stígvél. Bóndi einn
tók þá ákvörðun að fjárfesta í slíkum. Hann ríð-
ur því til búðar, snarast inn og kveðst vilja kaupa
vélstíg, en áttar sig fljótlega á að það væri líklega
ekki rétta nafnið, sem hann hafði jú bara einu sinni
heyrt áður og segir að bragði: Ég meina stélvíg.
Búðarmaður spyr þá hvað hann meini og bóndi
hugsar sig enn um en segist síðan ætla að kaupa
hérna vígstél og ekkert múður. Hvað hann að lok-
um kom með heim fylgir ekki sögunni. (Talinn
galinn eftir Maggnús Víking Grímsson)
Skólameistarinn
drukknar
Það er nauðsynlegt að hafa borð fyrir báru. Það
hefði skólameistarinn í Skálholti, Sigurður
Stefánsson, betur haft í huga þegar hann kófdrukk-
inn lagðist á árbakkann við Brúará á heimleið frá
veislu mikilli á Mosfelli árið 1595. Þá tókst ekki
betur til en svo að hann valt í svefninum út í ána
og drukknaði.
Guðmundur Andrésson frá
Bjargi í Miðfirði orti:
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ugga stað,
ólög vakna heima.
Flestir kunna þesss vísu þó svona:
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað
en ólög fæðast heima.
Þannig er vísan einnig birt í Vísnakveri Páls lög-
manns Vídalíns sem var gefið út í Kaupmannahöfn
1897, en Páll mun hafa breytt upphaflegu vís-
unni.
Allar þykjast meyjar þangað til
krakkinn krimtir