Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 31
31 verkefninu. Bæði Páli og Guðrúnu finnst viðhorf embættisfólks hafa breyst mikið. Það er ekki sami andi frá stjórnvöldum og kerfinu „fyrir sunnan“ og var. Að þeirra mati skiptir þar miklu hversu vel heimafólk tók verkefninu og sýnilegur árangur þess. Sigurður talar líka um að samskiptin við stjórnmála- og embættismenn hafi gengið upp og ofan. Hann segir að stjórnmálamenn séu fyllilega búnir að átta sig á byggðaáhrifum verkefnisins og viðhorf þeirra hafi breyst mjög til batnaðar. „ Embættismennirnir eru soldið tregari“ segir hann og heldur áfram: En svona í byrjun náttúrlega til að fá hjólin til að snúast, það kostaði, blóð svita og tár sko, en það hafðist, það var tregt náttúrlega til að byrja með, var tregt í kerfinu. Sigurður talaði um að fólk hefði hreinlega ekki haft trú á að þetta verkefni myndi ganga upp. Þetta hefði verið í fyrsta skipti sem farið hefði verið út í svona langtímaáætlun og það kostaði mikla vinnu að fá fólk til að trúa því að þetta myndi ganga upp. Páll, Guðrún og Sigurður tengja þessa tregðu embættisfólks, sérstaklega í upphafi verkefnisins, við að stjórn þess er í höndum heimaaðila. Sigurður nefnir að stjórnin sé skipuð beint af ráðherra og fari þannig strangt til tekið ekki eftir hefðbundnum leikreglum. Embættismennirnir hafi þannig ekkert um verkefnið að segja. Miði okkur ekki áfram með okkar hagsmunamál í gegnum okkar ráðuneyti þá bara förum við framhjá því... við styttum okkur leið, inn á þing, eða förum beint í ráðherrann... þar af leiðandi virðist vera ákveðin tregða og pirringur. (Sigurður). Öll leggja þau áherslu á að það skipti máli um viðhorf embættisfólks að valdið sé fært út til héraðs frá kerfinu fyrir sunnan. Embættisfólk hefði ekki viljað setja af stað verkefni sem hefði möguleika á að stjórna sér sjálft17. Viðtökur við Héraðsskógaverkefninu voru almennt góðar en þó 17 Þrátt fyrir að viðhorf embættiskerfisins hafi breyst til batnaðar virðist skipulag og framkvæmd Héraðsskóga enn valda tregðu og/eða pirringi á sumum sviðum. Hingað til hafa framkvæmdir landeigenda á jörðum sínum ekki þurft að fara í gegnum umhverfismat af hálfu Skipulagsstofnunar en haustið 2001 voru uppi hugmyndir um að taka það upp á grundvelli þess að skógræktin flokkist sem meiriháttar aðgerð í umhverfinu. Að mati starfsfólks Héraðsskóga og sumra bænda hefði það verið ógnun við verkefnið. Umhverfismat þýðir að þeirra mati aukið skrifræði og umtalsverðan aukakostnað sem kæmi beint niður á tekjum bænda. Stofnkostnaður bænda myndi hækka mikið og því myndi þetta frekar letja fólk til þátttöku en hvetja það og síðast en ekki síst myndi vinna fyrir sérfræðimenntað fólk minnka og færast suður yfir heiðar. Stjórnendur Héraðsskóga hafa verið alfarið á móti því að skógræktin falli undir valdsvið Skipulagsstofnunar. Nú er búið að fella úrskurð um þetta mál og reglum um verkefnið verður ekki breytt að svo stöddu. Hins vegar tel ég að erfitt sé til lengdar að líta framhjá því að hér er um meiriháttar breytingu á ásýnd landslags að ræða þó að framkvæmdir hvers og eins landeiganda flokkist ekki sem slík. Það má því setja spurningamerki við hvort að ekki sé óumflýjanlegt að taka upp umhverfismat fyrir verkefnið í heild sinni en auka þá jafnframt framlög til verkefnisins sem nemur þeim kostnaði.

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.