Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 25
25 Suðurlandi. Hestaferðirnar eru fyrst og fremst farnar yfir hásumarið, frá seinni hluta júní fram í miðjan ágúst. Að þeirra sögn er allskyns fólk sem fer í ferðirnar og margir koma oftar en einu sinni. Það er mikil vinna í kringum þessar ferðir en þær veita meginhluta af tekjum þeirra. Þau stunda einnig aðra vinnu með en vonast til að geta aukið ferðaþjónustuna á einhvern hátt. Eins og er þá er ferðatímabilið of stutt. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að þau leggja mikla áherslu á að fólk á svæðinu þurfi sjálft að hafa frumkvæði að hlutunum. Þau vildu hins vegar einnig sjá skilvirkara og sterkara stoðkerfi til að aðstoða fólk við að móta og hrinda nýsköpunarverkefnum í framkvæmd. Fólk hefur ýmsar hugmyndir um ferðaþjónustu sem hugsanlegt er að gangi upp. Þar má nefna aukna hálendisferðamennsku, sportveiðar, vetrarferðir, uppbyggingu tjaldstæða og uppbyggingu á ódýrum gistimöguleikum. Það getur verið mikil áhætta að setja traust sitt á nýsköpunarverkefni, sérstaklega ef það byggir ekki á því sem fyrir er. Það er samdóma álit flestra að sauðfjárbúskapur sé enn meginstoð byggðar á svæðinu og ýmsir hafa verið að þróa hann sér til framdráttar. Margir bændur í Fljótsdal eru með fleira fé heldur en þeir hafa greiðslumark fyrir. Á þann hátt nýta þeir bæði hús og tún betur en hins vegar skilar þessi umframframleiðsla ekki miklum tekjum inn í reksturinn. Fólk hefur einnig verið að fitja upp á nýjungum í sauðfjárrækt. Hjón á einum bæ stunda lífræna framleiðslu og annað dæmi er að margir er nú farnir að setja á fé út frá niðurstöðum ómskoðunar á vöðvabyggingu skepnanna. Rétt eins og með ferðaþjónustuna hefur fólk margar hugmyndir um hvernig væri hægt að efla sauðfjárrækt í framtíðinni, bent var á mögulegan ávinning af markaðsstarfi erlendis og ónýtta möguleika í tenglsum við lífræna eða vistvæna framleiðslu. Þrátt fyrir að sauðfjárrækt sé enn sem komið er mikilvægasta atvinnugrein Fljótsdælinga er hún í æ ríkari mæli að þróast yfir í hlutastarf. Fólk vinnur mjög mikið með búrekstrinum og víst er að mörgum þykir það súrt í broti að geta ekki einbeitt sér betur að sauðfjárræktinni. Fólk hefur sýnt dugnað og hugkvæmni við að ná endum saman og tekist á við aðsteðjandi erfiðleika oft og tíðum á árangursríkan hátt. Virkjunaráform norðan Vatnajökuls hafa verið mikið í umræðunni á undanförnum misserum í þjóðfélaginu. Risavaxið verkefni eins og Kárahnjúkavirkjun hefur sitt að segja í litlu samfélagi eins og Fljótsdal. Sitt sýnist hverjum en það er ljóst að umræðan (sem nú hefur þróast yfir í framkvæmdir) lætur engan ósnortinn. Þórunn Óskarsdóttir bóndi á fimmtugsaldri, dró saman það viðhorf sem margir viðmælenda minna höfðu gagnvart hugsanlegri virkjun:

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.