Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 34

Rit Mógilsár - 01.03.2004, Blaðsíða 34
34 er og bentu á að framboð hráefnis væri enn flöskuháls á þróun úrvinnslu. SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF HÉRAÐSSKÓGA Þetta skógræktarverkefni, Héraðsskógar, það hefur hérna í raun og veru komið í veg fyrir að það yrði algjört hrun í byggðinni…Það er alls ekki hægt að halda því fram að menn lifi af skógræktinni… en það hefur örugglega orðið til þess að menn geta bjargað sér á jörðunum (Páll). Þessi orð Páls lýsa áhrifum Héraðsskóga á samfélagið í Fljótsdal. Hér á eftir dreg ég saman þrjá samfélagslega þætti sem hafa tekið breytingum vegna Héraðsskógaverkefnisins. Byggðir Forsendur Héraðsskógaverkefnisins eru byggðapólitískar. Það kemur skýrt fram hjá viðmælendum mínum að verkefnið hefur að miklu leyti náð markmiðum sínum og styrkt búsetugrundvöll svæðisins. Páll telur að miklu máli skipti að skógræktin geti farið eins vel og raun ber vitni með öðrum búgreinum. Að hans mati er ástand byggðarinnar þó viðkvæmt, en ef tekst að brúa bilið þangað til skógræktin er farin að gefa meiri tekjur af skógarvinnslu áður en byggðin hrynur of mikið þá sé góður möguleiki á að byggja upp sterkara samfélag á svæðinu. Enn sem komið er þá er sauðfjárrækt aðalatvinnuvegur fólks á svæðinu en ef skógræktin væri ekki til staðar þá væri ástandið „ansi dapurt“, það myndi veikja búsetugrundvöll svæðisins mikið. Aðspurður um byggðaáhrif Héraðsskóga sagði Sigurður starfsmaður Héraðsskóga, að í rauninni væri þörf á heildarúttekt á byggða- og efnahagsáhrifum verkefnisins. Við vitum náttúrlega að hér hafa komið inn á svæðið á áratug, í tæplega þrjúþúsund manna byggð, um 800 milljónir. Þær hafa staðnæmst á svæðinu og það hlýtur að muna um það. Þessir peningar fara aðallega til bændanna en að sjálfsögðu hefur verkefnið líka áhrif í þéttbýlinu. Héraðsskógar hafa aðsetur á Egilsstöðum. Þar fær sérfræðimenntað fólk vinnu og plöntuframleiðslustöð hefur verið byggð upp. Í kjölfar skógræktarinnar hefur jarðaverð hækkað, jarðirnar eru seljanlegri og það er varla

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.