Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 3

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 3
Velkomin á Hinsegin daga 2018 Welcome to Reykjavik Pride 2018 Kæru vinir Baráttugleðin er yfirskrift Hinsegin daga 2018. Með því er vísað til þeirrar þrotlausu baráttu sem hinsegin fólk á Íslandi hefur háð á síðustu árum og áratugum. Baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum í íslensku samfélagi. Á þessum tímamótum munum við því líta um öxl. Horfa yfir farinn veg og minnast liðinna atburða, bæði erfiðra og gleðilegra. Við munum þó ekki leyfa okkur að festast í fortíðinni því það þýðir ekkert. Þess í stað setjum við kúrsinn fram á við, brýnum raust okkar og höldum áfram baráttu á góðum grunni öflugra brautryðjenda. En baráttugleðin er lýsandi í fleiri en einum skilningi. Orðið fangar nefnilega ekki bara baráttuna heldur einnig gleðina. Í tímarit Hinsegin daga 2013 skrifaði rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir grein og sagði: „Við erum alveg helvíti hress. Hjá okkur ríkir stanslaust stuð, biturðinni er skolað niður með regnbogalitum kokteil, kröfugangan gerir einungis kröfu um gleði, meira að segja baráttusöngvarnir okkar eru diskó.“ Þar er meðal annars vísað til samkenndarinnar og húmorsins sem gjarnan hefur einkennt hinsegin samfélagið okkar – að minnsta kosti utan frá séð. „Þessi óforskammaði húmor, gleðin sem einu sinni var aðferð til að lifa af við óbærilegar aðstæður, hún er núna bara til að njóta,“ sagði Lilja. Okkar leið til að lifa af. Baráttan til að knýja fram breytingar og gleðin til að brynja okkur fyrir fjandsamlegum viðbrögðum. Baráttugleðin. Gleðin hefur samt ekki alltaf náð langt undir yfirborðið. Í gegnum tíðina hefur hinsegin samfélagið orðið fyrir mikilli og sársaukafullri blóðtöku. Einstaklingar úr okkar röðum hafa látist af völdum ofbeldis og sjúkdóma. Enn í dag er okkar fólk líklegra til að falla fyrir eigin hendi en aðrir. Þó ekki væri fyrir aðrar sakir en þessar er ljóst að sýnileiki okkar, fræðsla og góðar fyrirmyndir skipta miklu og geta hreinlega verið lífsspursmál. Barátta okkar er ekki háð að ástæðulausu. Fögnum þeim árangri sem náðst hefur. Þökkum þeim sem ruddu brautina og minnumst þeirra sem helst hafa úr lestinni og geta ekki glaðst með okkur í dag. Höldum svo áfram að sýna heiminum hvað fjölbreytileikinn er fallegur – með gleðina að vopni. Gleðilega hátíð! Dear friends There’s a word in Icelandic that captures the spirit of Reykjavík Pride 2018: baráttugleði. It means joy of fighting. And it refers to the tireless struggle that queer folk in Iceland have pursued in recent years and decades. A struggle for self-evident rights in Icelandic society. On this occasion, we’ll take a backwards glance. We’ll take a look at the road we’ve travelled and remember bygones both trying and joyful. But we won’t let ourselves get stuck in the past because that means nothing. Instead we set a forward course, raise our voices, and advance the struggle on a path blazed by brave pioneers. But baráttugleði is descriptive in more than one sense. The word embraces not only the struggle but also the joy. In the 2013 Pride magazine, editor Lilja Sigurðardóttir wrote, “We are always in damn good spirits. A constant fun rules our world, the bitterness is washed down with rainbow cocktails, the protest march is merely a demand for joy, and all our battle songs are disco.” She’s talking about the sympathy and humor that has often characterized our queer society – at least, as seen from outside. “This impudent humor, the cheeriness that once was a way to survive in unbearable circumstances, now it’s just for enjoyment,” wrote Lilja. Our way of survival. The struggle to force change and the joy to armor ourselves for hostile responses. The fun fight. The joy of struggle. Baráttugleði. Joy has, however, not always reached far below the surface. Over the years queer society has suffered severe and painful bloodshed. Individuals from our ranks have been killed by violence and disease. But today our people are likelier than others to die by their own hand. If for no other reasons than these, it’s clear that our visibility, education, and role models make a difference and can plainly be of vast consequence. Our struggle is not without cause. So let’s embrace the successes which have been won. Let’s thank the people who paved the way, and let’s remember those who have breathed their last and cannot celebrate with us today. And then let’s show the world how beautiful diversity is – with joy as our weapon. Happy Pride! Gunnlaugur Bragi, formaður Hinsegin daga / President of Reykjavik Pride: Stjórn Hinsegin daga 2018 / Reykjavik Pride’s team 2018: Gunnlaugur Bragi Björnsson – formaður / president Helga Haraldsdóttir – meðstjórnandi / board member Karen Ósk Magnúsdóttir – gjaldkeri / treasurer Ragnar Veigar Guðmundsson – meðstjórnandi / board member Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson – ritari / secretary 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.