Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 8
 Viktoría Birgisdóttir hitti að máli Þorvald Kristinsson rithöfund og ræddi við hann um stöðu samkynhneigðra á árum áður, þar á meðal sögu flóttamanna frá Íslandi. Sú var tíðin að samkynhneigðu fólki á Íslandi þótti óhugsandi að koma út úr skápnum og gefa kynhneigð sína skýrt til kynna. Eins og kunnugt er ruddi Hörður Torfason þar brautina í frægu blaðaviðtali sumarið 1975 og sá sig tilneyddan að hverfa úr landi undan ofsóknum og grimmilegum hótunum. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar flykktust hommar og lesbíur til útlanda í leit að betra lífi, ekki síst til Danmerkur enda var þá himinn og haf milli þess lífs sem samkynhneigðir áttu kost á hér á Íslandi og í borgum Vesturlanda. Það var í þessari togstreitu sem Samtökin‘78 urðu til vorið 1978. Á stofnfund félagsins, sem Hörður Torfason átti manna mestan þátt í að gera að veruleika, mættu tíu karlmenn sem neituðu að sætta sig við þá þöggun og kúgun sem fylgdi feluleiknum. 8

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.