Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 13

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 13
13 Sunnudaginn 25. febrúar 2018 komu nokkrir einstaklingar saman á Suðurgötu 3 þar sem Samtökin '78 eru til húsa og stofnuðu Félag ása á Íslandi. Viktoría Birgisdóttir ræddi við Gyðu Bjarkadóttur, formann Ása á Íslandi, um eikynhneigð, stofnun félagsins og tilgang þess. stað þar sem ásar gætu komið saman enda erum við fá. Árið 2017 spratt svo upp umræða á hinseginspjallinu á Facebook um hvort það væri ekki einhver staður sem hægt væri að benda fólki á þar sem það gæti hitt aðra ása. Þá var Facebook-síðan „Asexual á Íslandi“ stofnuð sem var síðar breytt í „Ásar á Íslandi“. Eftir það hefur jafn og stöðugur straumur einstaklinga sóst eftir félagsskap í hópnum. Við tókum þátt í gleðigöngunni í fyrsta skipti árið 2017 og fengum hvatningarverðlaun fyrir og það var sparkið í rassinn sem þurfti til að stofna formlegt félag. Það var gert í byrjun árs 2018 og félagið heitir Félag ása á Íslandi. Þetta er félag eikynhneigðra og eirómantískra. Þörfin fyrir þetta samfélag er mikil, það getur skipt miklu máli að vera í hópi fólks sem skilur mann og það er rík þörf fyrir að fræða samfélagið til að vinna gegn fordómum. Hver eru ykkar markmið? Markmið félagsins er í raun bara að eikynhneigð og eirómantík séu þekkt hugtök og samþykkt af samfélaginu. Að ef einstaklingur segist vera eikynhneigður krefjist það ekki frekari útskýringar, frekar en að segjast vera til dæmis vera gagnkynhneigður eða samkynhneigður. Að hugtakið sé það þekkt að fólk viti að það sé eikynhneigt en ekki til dæmis gagnkynhneigt. Sumir ásar tala um að þeir hafi sett sig í kynferðislegar aðstæður sem þeir vildu ekki vera í sökum hugmynda samfélagsins um hlutverk einstaklings sem er í sambandi. Þetta viljum við koma í veg fyrir. Að ásar þurfi ekki að sitja undir því að vera taldir „gallað eintak“ af því það sé eitthvað að þeim eða eitthvað hafi komið fyrir þá. Að ásar fái bara vera eins og þeir eru og séu ekki dæmdir fyrir það. Að það teljist eðlilegt að vera eikynhneigður. Hvað eru margir í félaginu? Formlega eru bara stofnfélagar í félaginu en við höfum ekki opnað fyrir skráningar, við erum að finna út úr því hvernig við viljum halda utan um það allt. En í Facebook-hópnum okkar eru rétt tæplega 50 einstaklingar. Það er hlutfallslega lág tala þar sem um 1% fólks er talið vera ásar eða um 3.500 Íslendingar. Nýrri rannsóknir benda þó til það gætu verið allt að 3%. Það að vera eikynhneigður eða eirómantískur er enn fremur óþekkt á Íslandi og því eru ef til vill margir það án þess að hafa áttað sig á því sem veldur oft mikilli vanlíðan hjá viðkomandi. Við viljum endilega ná til þeirra einstaklinga. Eitthvað fleira sem þú vilt að komi fram? Við hvetjum þá sem vilja kynna sér málið frekar eða komast í litla lokaða hópinn okkar að hafa samband við opnu Facebook-síðuna okkar, „Ásar á Íslandi“. Hvað er það að vera ás eða eikynhneigður? Að vera eikynhneigður er að laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðrum. Það er þó aðskilið rómantískri og líkamlegri aðlöðun. Þetta er einnig aðskilið kynhvöt (e. libido) en margir eikynhneigðir finna til kynhvatar þótt hún beinist ekki að neinum einstaklingi. Að vera ás er að vera eikynhneigður (e. asexual) eða eirómantískur (e. aromantic). Að vera eirómantískur er þegar viðkomandi laðast ekki á rómantískan hátt að öðrum. Til dæmis gæti viðkomandi verið gagnkynhneigður og eirómantískur. Er þetta læknisfræðilegt (hormóna) vandamál? Þetta er í raun spurning byggð á fordómum, að það þurfi að vera eitthvað að til að fólk sé eikynhneigt. Það er ekkert sem tengir eikynhneigð við neinn sjúkdóm, andlegan eða líkamlegan, neina lífsreynslu eða neitt þess háttar. Þetta er heldur ekki spurning um að hitta rétta makann. Eikynhneigðir og eirómantískir eru bara eins og þeir eru, rétt eins og gagnkynhneigðir eru eins og þeir eru. Það þarf ekkert að laga okkur. Hvað kom til að þetta félag var stofnað? Árið 2015 tóku nokkrir einstaklingar sig til og stofnuðu lokaðan hóp á Facebook fyrir ása á Íslandi. Það vantaði einhvern Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.