Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 22
ÁSTRÍKUR ER STOLTUR STYRKTARAÐILI HINSEGIN DAGA 2018! Borg Brugghús og aðstandendur Hinsegin daga fögnuðu útkomu bjórsins Ástríks nr. 51 á Kiki á dögunum. Góð stemming myndaðist á staðnum og fjörið náði hámarki þegar Miss Gloria Hole steig á svið við gríðarlegan fögnuð gesta. Þá ávarpaði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, samkomuna auk þess sem Hlynur Árnason, bruggmeistari hjá Borg, kynnti bjórinn og hugmyndina að baki honum. Ástríkur var fyrst bruggaður í tilefni af Hinsegin dögum árið 2013. Þegar hugmyndin kviknaði valt af stað mikil umræða hjá okkur um vandaða útfærslu og framkvæmd. Markmiðið var ekki að skella regnboganum á umbúðir til að selja meiri bjór heldur gera eitthvað sem væri gott og gagnlegt innlegg í baráttuna. Borg Brugghús var í raun lítið sprotaverkefni á þessum tíma og markaðurinn fyrir sérbjóra var lítill; nokkur hundruð manna hópur bjórnörda sem fagnaði ákaft í hvert skipti sem nýr bjór bættist í flóruna. Þó gátum við engan veginn haldið í við eftirspurn þeirra. Við ákváðum því að stíga skrefið og senda skilaboð inn í hópinn með bjór sem væri dálítið hinsegin: Sterkur, litríkur og … já … með hinsegin miða (á hvolfi). Hinn upphaflegi Ástríkur var því hressilega maltríkt öl í belgískum klausturstíl með styrkleika upp á heil 10%. Það þýddi að verðið var hátt, þökk sé íslenska áfengisskattinum, og því var það aðeins á færi hörðustu bjóráhugamanna að næla sér í einn í Vínbúðinni. Þannig vildum við færa dálítið brot af gleðigöngunni inn í heim bjórnördanna. En tímarnir breytast, áhugi á bjórum sem skera sig úr meginstraumnum hefur margfaldast hratt og Ástríkur hefur orðið sífellt stærri hluti af gleðinni á Hinsegin dögum. Þess vegna óskuðum við eftir því fyrir hátíðina í fyrra að koma formlega að henni sem styrktaraðili og var því erindi vel tekið. Í ljósi þess var ákveðið að stíga skrefið til fulls í hina áttina, fyrir alla þá sem vilja lyfta glasi til að fagna og berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. Ástríkur hefur verið færður í aðgengilegri, budduvænni og hressari belgískan pale ale-stíl og lést aðeins og mælist nú með styrkleika upp á 4,6%. Það þýðir að fleiri geta keypt hann og allir geta drukkið hann langt fram á nótt. Það er fátt sem gerir vinnuna skemmtilegri en að fá að taka þátt í einhverju sem raunverulega skiptir máli. Takk fyrir að leyfa okkur að taka þátt. Skál, Strákarnir á Borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.