Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 38

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 38
Gleðigangan Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni. Hinsegin dagar skipuleggja gleðigönguna og stýra hvaða atriði fá aðgang að henni en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni. Einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og sótt um þátttöku í göngunni en Hinsegin dagar setja sem skilyrði að öll atriði miðli skýrum skilaboðum sem varða veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt. Uppstilling og gönguleið Uppstilling göngunnar verður frá kl. 12 á Sæbraut, austan Faxagötu, í nágrenni tónlistarhússins Hörpu. Gangan leggur af stað frá gatnamótum Sæbrautar og Faxagötu stundvíslega kl. 14 og bíður ekki eftir neinum. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á Sóleyjargötu. Þá taka við glæsilegir útitónleikar í Hljómskálagarðinum (sjá kort bls. 40–41). Skráning og þátttaka Þátttakendur sem ætla að vera með atriði í gleðigöngunni skulu sækja um það til Hinsegin daga eigi síðar en 1. ágúst. Nauðsynlegt er að skrá atriði með því að fylla út rafrænt umsóknareyðublað sem finna má á www.hinsegindagar.is/ gledigangan. Nánari upplýsingar veita göngustjórarnir Eva Jóa, Steina, Lilja, Anna og Þórhallur, en hægt er að senda þeim póst á gongustjorn@hinsegindagar. is. Öryggisstjóri er Eva Jóa og hægt er að senda henni spurningar varðandi öryggi í göngunni í pósti á netfangið evajoa@ hinsegindagar.is. Athugið að ekki er hægt að veita fólki með atriði aðgang að göngunni nema rafræna umsóknin hafi verið fyllt út og send og skilmálar samþykktir. Hinsegin dagar leggja áherslu á að þeir sem vilja ganga með, en hafa ekki sótt um þátttöku og eru ekki með sérstakt atriði, bíði með að slást í hópinn þar til síðasti vagninn hefur farið framhjá. Auglýsingar bannaðar Hinsegin dagar eru stoltir af því að gleðigangan í Reykjavík er ein af fáum sambærilegum göngum í heiminum þar sem auglýsingar fyrirtækja og þjónustu eru óheimilar. Með auglýsingabanninu er undirstrikað að gangan er grasrótarviðburður og þátttakendur taka þátt til að styðja baráttuna og málstaðinn en ekki til að styrkja eða auglýsa fyrirtæki. The Pride Parade Frá tónlistarhúsinu Hörpu, laugardaginn 11. ágúst kl. 14:00. From Harpa Concert Hall, Saturday 11 August at 2 p.m. 38

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.