Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 47

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2018, Side 47
nýtt og ólíkt þeirra eigin persónuleika. Fólk prufar sig áfram með eiginleika og persónutýpur sem annars fá ekki að líta dagsins ljós og brýtur niður staðalímyndir um kyngervi og kynhlutverk í leiðinni. „Ég áttaði mig ekki á því alveg í byrjun en Gógó Starr varð til sem algjör framlenging af mér sjálfum, ég var að leyfa mér að vera ég allur og meira til,“ segir Sigurður. „Þegar ég lít til baka sé ég að ég lærði mjög mikið um sjálfan mig og af sjálfum mér í gegnum dragið og af því að vera Gógó, vera með sjálfsöryggi through the roof, koma fram og hafa gaman og leyfa mér að njóta mín í mínum líkama. Að taka þetta allt yfir í mitt daglega líf gerði mjög mikið fyrir mig, í dag er Gógó aðeins dempaðri karakter en hún var fyrst og Siggi í sínu daglega lífi er miklu ýktari karakter heldur en áður, þannig að bilið á milli er orðið miklu styttra.“ Stórar hugsjónir Sigurður hefur talsvert komið fram í Bandaríkjunum og segir dragsenuna þar geta verið einsleita á hverjum stað fyrir sig, til dæmis sé afar sjaldgæft að kóngar og drottningar komi fram á sömu sýningunum, en hér á Íslandi mætist alls konar á sama stað. Dragsýning hér sé bara „sjúklega góð fjöllistasýning“ og framleiðslan á mjög faglegum nótum. „Við viljum gera stór atriði, ef við höfum stórt svið viljum við bakgrunnsdansara, leikmuni, konfetti-sprengjur og að allt sé mjög stórt. Við hugsum stórt, enda auðvitað stærst í heimi,“ útskýrir hann kankvís. „Drag er bara enn eitt sviðslistaformið, og það er svo mikið sem fer í drag. Þetta er ekki bara að skella á sig hárkollu og hoppa upp á svið. Á bak við hvert atriði liggja miklar pælingar og hellingur af vinnu, æfingum og fleiru. Tími fer auk þess í förðun, búninga, sviðsetningu, ljós og ég veit ekki hvað og hvað.“ Framtíð íslensku dragsenunnar er án efa björt og litrík. Sigurður segir áberandi í dragsögunni að gluggar opnist og lokist með vissu millibili en í hvert sinn sem nýr gluggi opnist sé allt stærra og kraftmeira en fyrr. „Ég sé fyrir mér að senan muni halda áfram að vaxa, opnast og verða fjölbreyttari. Síðan mun mögulega bólan springa og koma aftur í enn stærra formi.“ Hann sjálfur hefur nú starfað sem dragdrottning í fullu starfi í rúmt ár en slíkt hefði sennilega verið erfitt eða ómögulegt fyrir tíu árum síðan. „Það gerir mann gjörsamlega örmagna, að gefa sig allan í eitthvað í langan tíma, það tekur mikla orku og ekki er hægt að endast að eilífu. Þess vegna er svo frábært að geta gefið öðru fólki innblástur og rétt kyndilinn áfram,“ segir hann að lokum. Dragviðburðir í dag: Drag-Súgur og Drag-Lab eru mánaðarlegir viðburðir á Gauknum. Draghópurinn House of Strike heldur reglulega sýningar á Húrra. Lip-Sync Karaoke fer fram alla sunnudaga á Kiki Queer Bar. Einnig kemur erlent draglistafólk reglulega fram á Loft Hosteli, drag kemur oft við sögu í sýningum Reykjavík Kabarett og sjálfstæðir viðburðir skjóta upp kollinum víðs vegar um bæinn. afar jákvæða þróun. Drag sé orðið frekar viðurkennt í íslensku samfélagi og fólk þurfi ekki að vera hinsegin til þess að mæta á dragsýningar eða koma fram í dragi. Hann segir þó meiri líkur á því að fólk velji þetta listform ef það er hinsegin, þetta sé að miklu leyti spurning um tengingu við eigin kyngervi, vilja til að leika með það og gera skemmtun úr því, fyrir aðra til að njóta. Drag sé því fullkomlega opið fyrir öllum kynjum, kynhlutverkum, ímyndum og kynhneigðum. Litríkt listafólk og fjölbreytt nálgun Í dragsenu dagsins í dag lifir og hrærist fólk af ýmsu tagi; dragdrottningar og dragkóngar af hvaða kyni sem er ásamt öðru hinsegin listafólki, til dæmis tónlistarfólki sem blandar kynusla eða dragi inn í tónlist sína og sviðsframkomu. Mörkin eru fljótandi og senan er í sífelldri þróun. Sigurður lýsir mismunandi nálgun listafólks að forminu: „Í dragheiminum einbeita sumir sér aðallega að útlitinu og glamúrnum, aðrir að því að gera gott grín. Flest erum við þó að leika okkur einhvers staðar þarna á milli. Fólk leikur sér með karaktertýpu, tekur hana langt eða stutt og setur hana í mismunandi samhengi. Sumir syngja, aðrir lipsync-a, sumir dansa og aðrir ekki, sumir gera líkamlegt grín, aðrir eru bara ótrúlega „gordjöss“. Fólk nýtir aðrar tengingar, reynslu eða hæfileika, til dæmis hljóðfæraleik, dans eða bara að kunna mjög vel að spila bingó!“ Dragpersónur listafólksins eru í sumum tilvikum framlengingar af þeim sjálfum og í öðrum eitthvað alveg Myndir af sýningum Drag-Súgs, eftir Kaspars Bekeris 47

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.