Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 52

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 52
Upphafið Það tók fimm ár að búa Kára Val til og álagið var mikið. Til að byrja með reyndu þau sjálf heima með sprautum en þegar það gekk ekki fóru þau til Art Medica í tæknifrjóvgun. Þar tóku við þrjú ár með tilheyrandi hormónameðferðum. Sigga Birna varð tvisvar ólétt en missti fóstrið í bæði skiptin. Á meðan þetta ferli var í gangi héldu þau áfram að reyna heima við og þannig varð Kári Valur til. H: Fólk er mjög forvitið um það hvernig við bjuggum hann til. Spyr hvernig við höfum farið að þessu og hvort við höfum sofið saman sem við gerðum ekki, til að það sé á hreinu. S: Þetta togast á í manni, fræðsluhlutverkið og einkalífið. Ég er til í að ræða við fólk um þetta allt saman á mínum forsendum. Enginn á samt kröfu á að ræða við mig um hvernig barnið mitt varð til. Alveg eins og ég á enga kröfu á að spyrja gagnkynhneigt fólk hvernig þeirra börn urðu til. Það einfaldaði málið töluvert að Kári Valur varð ekki til á Art Medica því ef svo hefði verið hefði Hilmar þurft að ættleiða son sinn með tilheyrandi úttekt og tímafreku ferli. Í staðinn gat Sigga Birna einfaldlega kennt honum drenginn og hann gengist við honum hjá Þjóðskrá. Fólk hafði miklar skoðanir á því hvernig þessu fjölskyldumynstri ætti að vera háttað en skilaboðin sem foreldrarnir fengu voru mismunandi. Siggu Birnu var sagt að hún myndi ekki vilja deila barninu með öðrum þegar það væri komið. Hún gaf ekki mikið út á það, þekkti sjálfa sig vel og hefur aldrei séð eftir þessu fyrirkomulagi. Hún og Hilmar vinna mjög vel saman og það hefur alltaf hentað þeim öllum vel að skipta tíma Kára Vals jafnt á milli þeirra beggja. Hilmar heyrði það hins vegar frá ýmsum að það væri bráðnauðsynlegt að gera samninga um umgengni strax í upphafi svo að hann myndi hafa rétt til barnsins. Samningar og skipulagning H: Samningarnir þurfa ekki að vera formlegir. Við vissum að við værum með lík gildi um uppeldi barna. Manneskjan er stöðugt í samningaviðræðum um allt milli himins og jarðar. Hvern einasta dag. Tilveran er ein allsherjar málamiðlun við samferðarfólkið og þetta er hluti þess. S: Við gerðum aldrei samninga um neitt. Við ræddum tvo hluti fyrirfram. Í fyrsta lagi gerði Hilmar kröfu um að barnið væri ekki skírt og mér var alveg sama um það. H: Mér finnst eðlilegt að fólk sem er utan trúfélaga sleppi því að skíra börnin sín inn í söfnuð. Margir gera þetta vegna hefðar og félagsþrýstings og ég gat ekki hugsað mér það. S: Í öðru lagi ákváðum við að við mættum alltaf búa í hvaða landi sem er. Við getum ekki haldið hvort öðru hér, það er mikilvægt að hafa frelsi til að flytja. Ein af forsendunum fyrir barneigninni var að forræðinu væri skipt jafnt á milli foreldranna og Kári Valur yrði til jafns hjá þeim báðum. Fyrirkomulagið hentar þeim öllum vel. S: Það er ekki sjálfsagt að það henti öllum börnum að fara svona ung að vera til jafns á tveimur heimilum. Það virkaði vel fyrir hann og af því að hann var ekki einungis á brjósti gat hann snemma farið að sofa heima hjá Hilmari. H: Fólk gerir ráð fyrir að hann sé minna hjá mér af því að ég er karlmaður. Eins og ég hefði bara áhuga á að vera með hann aðra hverja helgi. Samfélagið okkar er enn svo kynjað. Mér er líka oft „hjálpað“ þegar ég er einn að brasa með vagn eða kerru. Mæður vorkenna aumingjans manninum að vera einn að sjá um barnið. Ég sé ekki fyrir mér að Sigga fengi þessi tilboð um hjálp. Þau segjast ekki hafa átt djúpar samræður um uppeldi en telja að þetta snúist aðallega um traust. Þau treysta hvort öðru fullkomlega þegar barnið er hjá hinu foreldrinu. Þau ræða þó saman um reglur þegar þær eru orðnar misjafnar eftir heimilum þó að fátt sé niðurnjörvað. Mammí Þegar þau tóku ákvörðunina um að eignast Kára Val voru þau bæði einhleyp. Stuttu síðar kynntist Sigga Birna konu sem heitir Faye. Þær fóru að vera saman og Faye var með Siggu Birnu og Hilmari í gegnum allt ferlið og fæðinguna. Kári á því mömmu, pabba og mammí. Sigga Birna og Faye hættu saman þegar Kári var tveggja ára en hann heldur góðu sambandi við Faye. Þau tala saman í síma og á Skype og hittast þrisvar til fjórum sinnum á ári. Það er sterkt samband á milli þeirra en Faye gegnir þó ekki beint móðurhlutverki. Hún var heimavinnandi þegar fæðingarorlofi Hilmars og Siggu lauk og tók því við Kára og var með hann heima. Þau tengdust vel á þessum tíma og Kára Val finnst hann líka eiga heimili hjá Faye í Grikklandi og á Englandi. S: Henni þykir ótrúlega vænt um hann og þó að hann sé ekki beint sonur hennar er hann strákurinn hennar. Við vorum mikið hjá henni úti fyrsta árið hans og komum heim öðru hvoru á milli. Hilmar heimsótti okkur tvisvar, bæði í Englandi og Grikklandi. Ég er ótrúlega heppin að Hilmar hafi leyft mér að fara með hann út, það hefði ekki hver sem er gert það og látið þetta virka. H: Það er traust á milli okkar og það er auðvitað forsenda fyrir því að þetta gangi upp. Ef Sigga Birna og Faye hefðu verið áfram saman hefði Faye samt ekki getað orðið löglegt foreldri Kára Vals því að lögin gera eingöngu ráð fyrir tveimur foreldrum. Hilmar hefði þurft að gefa upp sinn rétt sem foreldri og Faye hefði þá getað stjúpættleitt Kára. Þau eru sammála um að þetta sé galli í kerfinu sem snerti oft hinsegin fjölskyldur. Fjölskyldurnar Hilmar er að vestan og stærstur hluti nærfjölskyldu hans býr þar en Sigga á öflugt bakland í Reykjavík. Til að byrja með var Hilmar feiminn og nýtti sér ekki þetta bakland Siggu til að fá hjálp með Kára Val. Honum leið eins og einstæðu foreldri þær vikur sem hann var einn með hann. Nú hefur það breyst og þeim er boðið í fjölskylduboð hjá fjölskyldum beggja og eru orðin samrýmd fjölskylda – fjölskyldan hans Kára Vals. Þau eyða miklum tíma saman. Hilmar og Sigga eru bæði einhleyp í dag og njóta þess að gera ýmislegt saman með stráknum sínum. S: Við þurfum að réttlæta fyrir fólki að við séum hinsegin fjölskylda. Fólk sér okkur saman; mömmu, pabba og barn og gerir ráð fyrir því að við séum gagnkynhneigð kjarnafjölskylda. Þegar við tölum um mömmu- og pabbahús gerir fólk ráð fyrir að við séum skilin en ég vil að hann viti að við erum hinsegin. Ég segi honum oft að mamma hans sé lesbía og pabbi hans sé hommi. H: Þegar fólk hugsar um hinsegin fjölskyldur sér það fyrir sér tvo karla eða tvær konur að ala upp börn saman en hinsegin fjölskyldur geta verið alls konar. Að sama skapi er fólk ekki endilega hinsegin þó að fjölskyldumunstrið sé flókið. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.