Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 55

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2018, Blaðsíða 55
55 Sæþór og Ágúst Þeir hittust á netinu árið 2006. Sæþór er bandarískur, upprunalega frá Virginíu og bjó í Los Angeles á þeim tíma en Ágúst var nýlega kominn heim til Íslands frá Þýskalandi. Þeir byrjuðu að tala saman á MSN, í tölvupósti og á Skype. Sæþór kom svo í heimsókn á gamlársdag 2006 og þeir hafa verið saman síðan. Þeir keyptu sér hús í Reykjavík árið 2010 og fóru fljótlega að hugsa um barneignir. S: Vinir okkar voru allir að eignast börn og það er líka svo mikið af börnum í fjölskyldunni hans Ágústar svo við fórum snemma að skoða leiðir til þess að eignast börn. Eina raunhæfa leiðin fyrir tvo karlmenn til að eignast barn á þessum tíma var að fara í gegnum fósturkerfið eða eignast barn með vinkonu. Þeir völdu fyrri kostinn. Fósturkerfið Það gekk eins og í sögu að fá heimilið samþykkt og fljótlega var hringt í þá og þeir fengu til sín börn. Fyrst fengu þeir 5 og 7 ára bræður sem þeir höfðu í þrjá mánuði. Þá fóru bræðurnir til baka til fjölskyldu sinnar en lentu fljótlega aftur í fósturkerfinu. S: Kynforeldrar fá endalausa sénsa. Það er ekki verið að hugsa um hvað er börnunum fyrir bestu. Ef það er það besta fyrir börnin að alast upp annars staðar en hjá kynforeldrum sínum þá verður kerfið að sjá til þess en ekki vera endalaust að fara fram og til baka með þau. Við gátum ekki tekið við þeim aftur og aftur. Við vorum komnir með svefnplön, reglur og komnir með þá í rútínu en svo fóru þeir aftur á heimili þar sem var enginn grunnur og allt sem við vorum búnir að vinna að var eyðilagt. Á: Svo var þetta sárt og erfitt fyrir okkur að vita ekki hvort hugsað var um þá eða hvað væri að gerast. Maður þarf sem fósturforeldri að kunna að halda og sleppa. Elska börnin en vera viðbúinn að þau fari frá manni. Það er skorið á öll tengsl við börnin sem maður hefur verið að sjá um. S: Þetta er ekki gott fyrir börnin, þau eiga rétt á að viðhalda tengslum við þá sem hafa verið að sjá um þau. Ágúst og Sæþór urðu í framhaldinu stuðningsforeldrar eins árs drengs og fósturforeldrar hans í framhaldi af því. Þeir héldu að þetta yrði varanlegt fóstur og að þeir ættu loksins barn. Móðirin skipti svo um skoðun og lét strákinn til ömmu hans. S: Amman sagðist geta tekið hann svo að við áttum allt í einu að pakka niður dótinu hans og hann átti að flytja til hennar. Á: Við hefðum örugglega ekki farið út í þetta ef við hefðum vitað að þetta væri svona óljóst. Móðirin var greinilega búin að vera að tala við bæði okkur og ömmuna um að taka drenginn í varanlegt fóstur. Hún var örugglega að gera það sem hún taldi barninu fyrir bestu en það hefði verið sanngjarnara ef við hefðum haft allar upplýsingarnar. Þeir eru sammála um að bakgrunnur barna sé gríðarlega mikilvægur. Börnin sem eru í fósturkerfinu koma úr erfiðum aðstæðum og hafa átt erfitt og þau vantar oft grunnþætti úr uppeldinu. S: Það hjálpar allt en ég hef oft hugsað hvort það sé nóg að koma inn þegar börnin eru orðin stór. Komast þau yfir allt sem þau hafa að baki? Á: Örugglega ekki alveg en auðvitað hjálpar allt. Ég hef einungis góða reynslu af barnaverndarkerfinu sem slíku. Það hefur verið erfitt og sárt að láta börnin frá sér en mér hefur alltaf fundist fólkið sem hefur unnið við þetta vera með okkur í liði. S: Það hefur stutt okkur mikið með börnin, hjálpað okkur þegar það hefur verið erfitt og sagt okkur að við séum að gera rétt. Ágúst og Sæþór skoðuðu möguleika á ættleiðingu frá Bandaríkjunum, heimalandi Sæþórs, en gáfust fljótlega upp á því vegna gríðarlegs kostnaðar og lagalegra erfiðleika við að skrásetja barnið á Íslandi. S: 100.000 börn í Bandaríkjunum bíða ættleiðingar en kostnaðurinn er gríðarlegur. Bandaríkjamenn fá hluta af kostnaðinum greiddan til baka í skattaafslætti en við borgum náttúrulega skatta á Íslandi þannig að það hefði aldrei komið til baka til okkar. Ótrúleg heppni Sæþór bjó til aðgang að breskri heimasíðu þar sem fólk getur annars vegar fundið eggja- og sæðisgjafa og hins vegar komist í samband við annað fólk sem er einnig að reyna að eignast börn. Hann var að leita að íslenskri konu á síðunni í þeirri von að þeir gætu kynnst konu sem vildi eignast með þeim börn. Því miður fundu þeir eingöngu konur sem voru að gefa egg en vildu ekki ganga með barn. Hins vegar hafði áströlsk kona að nafni Lauren samband við þá í gegnum heimasíðuna. Hún var búin að eiga þau börn sem hana langaði til að eiga en vildi ganga með annað barn. Þau áttu upphaflega í samskiptum í tölvupósti og á Skype en að lokum kom hún í heimsókn til Íslands til að sjá hvort það væri góð tenging þeirra á milli og hvort þau vildu gera þetta saman. S: Þetta var eins og að hitta gamlan vin frá fyrsta degi. Við erum með líkan bakgrunn úr kirkjusamfélagi, hún frá Ástralíu og ég frá Virginíu, og bæði vorum við með vonda reynslu af því. Á: Þetta var gert með öllum fyrirvörum til að byrja með en svo kom hún í heimsókn og það var frábært. S: Þetta var alvöru samband. Ég vildi ekki eignast barn með staðgöngumóður þar sem við myndum borga henni peninga og svo yrði ekkert meir. Við erum að gera þetta saman. Lauren vildi aldrei skrifa undir neina pappíra eða tala um peninga. Hún vildi að það væri mjög skýrt að þetta snérist um tengsl þeirra á milli og hlakkaði til að fjölskyldurnar þeirra tengdust. Hún átti fyrir fjórar stelpur í Ástralíu og vildi að Sæþór og Ágúst tækju að sér forsjá þeirra ef eitthvað myndi klikka í fæðingunni. Það voru einu pappírarnir sem voru undirritaðir um þessa tengingu. Þegar Lauren var á Íslandi hefði hún átt að vera á réttum stað í tíðahringnum en langar flugferðir og álag á líkamann snéri öllu við þannig að svo fór ekki. Næst ákváðu þau að hittast í Ástralíu. Þau áttu saman jól á ströndinni en ekki gekk að geta barn í þeirri tilraun. Næst fór Ágúst einn út til Ástralíu og þá gekk það. Fyrstu sex mánuði meðgöngunnar var Lauren í Ástralíu en Sæþór og Ágúst voru heima á Íslandi. Síðustu þrjá mánuðina fór Lauren svo í ferðalag um Evrópu með það að markmiði að enda hjá þeim á Íslandi seinasta mánuðinn. S: Í þrjár vikur á ferðalaginu var hún netlaus og við heyrðum ekkert í henni. Það var mjög stressandi. Á: Hún er mjög áhyggjulaus týpa og vissi ekki að við værum skíthræddir um hana. Lauren valdi heimafæðingu svo að Sæþór og Ágúst fóru og fundu heimafæðingarljósmóður fyrir hana sem reyndist þeim mikill stuðningur. Lauren átti Daníel Val í stofunni heima hjá þeim og þeir eignuðust son. Viðtökur í kerfinu Á: Þetta er í raun meðhöndlað í kerfinu sem framhjáhald. Við vorum giftir og ég eignaðist barn með konu. Lauren fékk forræði yfir Daníel og við þurftum að sanna að hún væri ekki gift. Hefði hún verið gift hefði maðurinn hennar haft helmingsforsjá yfir Daníel þrátt fyrir að hann ætti ekkert í honum. Við fórum til sýslumanns og sóttum um breytingu á forsjá og Lauren fór daginn eftir heim til Ástralíu. Þetta hafði örugglega ekki gerst áður því að það er mjög óvenjulegt að kona gefi eftir forsjá barns. Venjulega er þessu öfugt farið. S: Mér fannst þetta hómófóbískt ferli. Þegar þau komu til að breyta forsjánni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.