Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 58

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2018, Page 58
 Ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Anna Pála Sverrisdóttir tók saman Hefur þú eða einhver sem þú þekkir orðið fyrir mismunun í vinnu? En það þýðir ekki að vinnuveitendur eigi að komast upp með að láta fólk njóta verri meðferðar bara fyrir að vera eins og það er. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sönnunarbyrði í kærumálum er öfug (einmitt – skemmtilegt!). Það er að segja, vinnuveitandinn þarf að geta sýnt fram á að hafa ekki beitt mismunun, svo lengi sem hægt er að leiða líkum að henni. Auk þess er bannað að segja starfsmönnum upp eða láta þá gjalda að öðru leyti fyrir að hafa kvartað undan eða kært mismunun. Jafnréttisstofa sér um framkvæmd nýju laganna og því verður hægt að hringja þangað og leita sér leiðbeininga. Kærumálum skal beina til kærunefndar jafnréttismála og það eru ekki bara einstaklingar sem geta leitað til hennar heldur líka til dæmis félagasamtök. Það þýðir að þú, kæra hinsegin manneskja, getur leitað til Samtakanna ´78 til að fá aðstoð og stuðning. Frá 1. september 2018 verður loksins orðið ólöglegt á Íslandi að mismuna fólki á vinnumarkaði á grundvelli meðal annars kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Þá taka gildi ný lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Hvað þýðir þetta fyrir þig sem ert hinsegin? Það þýðir til dæmis að við ráðningu í störf eða stöðuhækkanir, sem og við ákvarðanir um laun og starfskjör, er bannað að láta fólk njóta verri meðferðar vegna þess að það er hinsegin. Nýju lögin ná bæði utan um svokallaða beina mismunun og óbeina mismunun. Við beina mismunun er á hreinu hvers vegna er verið að mismuna en við óbeina mismunun kemur ekki skýrt fram að mismunun sé ástæða ákvarðanatöku. Óbein mismunun er líklega bæði algengari í nútímanum og erfiðari viðureignar.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.